Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 75
FRÁ UNGVERJALANDI
dómsniðurstöÖu. Þess vegna lítum
við á það sem hlutverk okkar að gera
A.L.L. grein fyrir staðreyndunum
varðandi atburðina í Ungverjalandi,
svo að þér getið dregið réttar álykt-
anir og metið atburðina réttilega.
Við skulum reyna af fremsta megni
að varpa Ijósi á ástandið í Ung-
verjalandi, því að hinar mótsagna-
fyllstu æsifregnir og hinar öfgafyllstu
og ótrúlegustu lygasögur hafa verið
teknar trúanlegar og það sem verra
er, þær hafa komizt á rógtungur
hvarvetna um heim. Þetta hindrar
auðvitað glöggan skilning á ástand-
inu í Ungverjalandi. Það er um lög-
fræðilega dómsniðurstöðu eins og
kristalinn, gildi hennar er komið
undir tærleikanum. Kannski heppn-
ast okkur að gera hana eins tæra og
kristal.
Við ætlum ekki að ræða þær
„staðreyndir“ og svonefndu „sann-
anir“, sem kunnar eru lesendum vest-
rænna blaða og eru kannski öfugar
við þær staðreyndir, sem hér verða
raktar. En þá, er láta sig varða hinar
tilbúnu „sannanir“, langar mig til
að minna á setningu eftir Anatole
France: „Yfirleitt er auðveldara að
sanna mál með ósannindum en sann-
leika, í fyrsta lagi vegna þess, að
þau eru búin til í þessu ákveðna
skyni, samkvæmt pöntun og máli.“
Við erum kannski hlutdrægir
vegna þess að við erum Ungverjar,
en hlutdrægni okkar fer þó áreiöan-
lega nær hinu rétta en hlutdrægni
þeirra, sem vilja notfæra sér Ung-
verjalandsmálin og þjáningar ung-
versku þjóðarinnar sem tæki til fram-
dráttar leynilegum markmiðum sín-
um.
Atburðina 23. október og dagana
þar á eftir og ástæðurnar, sem leiddu
til þeirra, þarf að skoða í ljósi þeirra
sögulegu orsaka, er á undan fóru.
Hin sára eymd, sem meirihluti
ungversku þjóðarinnar bjó við á
tímabili Hortystjórnarinnar, er vel
kunn. Einnig er kunnugt, að sú
stjórn hafði tvö aðalráð til að bæla
niður óánægju almennings: í fyrsta
lagi beina kúgun með vopnavaldi og
í öðru lagi þá útskýringu, að fátækt-
in væri afleiðing af Trianonsamn-
ingnum, en samkvæmt honum var
verulegur hluti af Ungverjalandi
lagður undir Tékkóslóvakíu, Rúmen-
íu, Júgóslavíu og Austurríki. Þessi
pólitík spillti hinni ungversku þjóð-
erniskennd og breytti henni í fjand-
skaparfullan þjóðrembing, sem æsti
upp ungversku þjóðina gegn ná-
grönnum sínum og skapaði stöðuga
stríðshættu í Mið-Evrópu. í lok ann-
arrar heimsstyrjaldarinnar, þegar
sigur bandamanna yfir fasismanum
og koma Rauða hersins gerði ung-
versku þjóðinni einnig fært að losna
undan áþján auðvalds og landaðals,
þá urðu ýmsir meðlimir gömlu yfir-
stéttarinnar, verulegur hluti af stór-
jarðeigendunum og kapítalistunum,
TÍMARIT MÁI.S OC MENNINCÁR
65
5