Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 75
FRÁ UNGVERJALANDI dómsniðurstöÖu. Þess vegna lítum við á það sem hlutverk okkar að gera A.L.L. grein fyrir staðreyndunum varðandi atburðina í Ungverjalandi, svo að þér getið dregið réttar álykt- anir og metið atburðina réttilega. Við skulum reyna af fremsta megni að varpa Ijósi á ástandið í Ung- verjalandi, því að hinar mótsagna- fyllstu æsifregnir og hinar öfgafyllstu og ótrúlegustu lygasögur hafa verið teknar trúanlegar og það sem verra er, þær hafa komizt á rógtungur hvarvetna um heim. Þetta hindrar auðvitað glöggan skilning á ástand- inu í Ungverjalandi. Það er um lög- fræðilega dómsniðurstöðu eins og kristalinn, gildi hennar er komið undir tærleikanum. Kannski heppn- ast okkur að gera hana eins tæra og kristal. Við ætlum ekki að ræða þær „staðreyndir“ og svonefndu „sann- anir“, sem kunnar eru lesendum vest- rænna blaða og eru kannski öfugar við þær staðreyndir, sem hér verða raktar. En þá, er láta sig varða hinar tilbúnu „sannanir“, langar mig til að minna á setningu eftir Anatole France: „Yfirleitt er auðveldara að sanna mál með ósannindum en sann- leika, í fyrsta lagi vegna þess, að þau eru búin til í þessu ákveðna skyni, samkvæmt pöntun og máli.“ Við erum kannski hlutdrægir vegna þess að við erum Ungverjar, en hlutdrægni okkar fer þó áreiöan- lega nær hinu rétta en hlutdrægni þeirra, sem vilja notfæra sér Ung- verjalandsmálin og þjáningar ung- versku þjóðarinnar sem tæki til fram- dráttar leynilegum markmiðum sín- um. Atburðina 23. október og dagana þar á eftir og ástæðurnar, sem leiddu til þeirra, þarf að skoða í ljósi þeirra sögulegu orsaka, er á undan fóru. Hin sára eymd, sem meirihluti ungversku þjóðarinnar bjó við á tímabili Hortystjórnarinnar, er vel kunn. Einnig er kunnugt, að sú stjórn hafði tvö aðalráð til að bæla niður óánægju almennings: í fyrsta lagi beina kúgun með vopnavaldi og í öðru lagi þá útskýringu, að fátækt- in væri afleiðing af Trianonsamn- ingnum, en samkvæmt honum var verulegur hluti af Ungverjalandi lagður undir Tékkóslóvakíu, Rúmen- íu, Júgóslavíu og Austurríki. Þessi pólitík spillti hinni ungversku þjóð- erniskennd og breytti henni í fjand- skaparfullan þjóðrembing, sem æsti upp ungversku þjóðina gegn ná- grönnum sínum og skapaði stöðuga stríðshættu í Mið-Evrópu. í lok ann- arrar heimsstyrjaldarinnar, þegar sigur bandamanna yfir fasismanum og koma Rauða hersins gerði ung- versku þjóðinni einnig fært að losna undan áþján auðvalds og landaðals, þá urðu ýmsir meðlimir gömlu yfir- stéttarinnar, verulegur hluti af stór- jarðeigendunum og kapítalistunum, TÍMARIT MÁI.S OC MENNINCÁR 65 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.