Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 80
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
staðreyndir, áþreifanlegan veruleika.
En á þeirri spurningu, sem allan heim-
irin varðar, hvort íhlutun sovéther-
sveita hafi verið lögleg og nauðsynleg,
er ekki hægt að mynda sér skoðun
einvörðungu út frá atvikum, sem hafa
gerzt. Sovéthersveitirnar komu í veg
fyrir, að atburðir gerðust. Það sem
gerðist má færa sönnur á. Það, sem
ekki var látið gerast, er sumpart við-
fangsefni ímyndunaraflsins, sumpart
afleiðsluályktana. Þess vegna er ekki
hægt að byggja niðurstöðuna ein-
vörðungu á atvikum, sem hafa gerzt
og eru kunn, heldur einnig á þeirri
rás, sem líklegt er, að atburðirnir
hefðu tekið, rás, sem stöðvuð var með
íhlutuninni 4. nóvember.
Til eru þeir, sem fullyrða, að verka-
menn og menntamenn mundu hafa
getað varið af eigin ramleik árangur
sósíalismans og að það hafi verið
ónauðsynlegt að biðja um hjálp sovét-
hers og breyta götum Búdapest í víg-
völl. Verkalýðsstéttin var efalaust, og
er, eindregið gegn endurreisn kapí-
talismans. En þar eð við þekkjum
starfsemi og fyrirætlanir gagnbylt-
ingarsinnanna, langar okkur að
spyrja: Með hvaða ráðum hefðu lýð-
ræðisöflin átt að geta hindrað gagn-
byltinguna? Eðlilegt er að álykta, að
það hefði einungis verið hægt eftir
erfiða og blóðuga borgarastyrjöld.
Borgarastyrjöld hefði, eins og dæmin
frá Spáni og Kóreu sýna, getað endað
með þátttöku sjálfboðaliða í liði
beggja, það er að segja verða að al-
þjóðlegum átökum, sem fólu í sér
hættu á nýrri heimsstyrjöld. En ef
gagnbyltingin hefði sigrað, mundi
það hafa leitt til ástands, sem var
ákaflega hættulegt, ekki aðeins fyrir
ungversku þjóðina, heldur og fyrir
Evrópu og allan heiminn. Núverandi
afturhaldsöfl mundu hafa eignazt
mikilvæga bandamenn, þar sem eru
sumir háttsettir embættismenn ka-
tólsku kirkjunnar í Ungverjalandi,
svo sem Mindszenty kardínáli, en í
boðskap sínum 3. nóvember, serri
sjálfur páfinn kallaði :,vanhugsað-
an“, tók hann afdráttarlausa afstöðu
með því að endurreisa kapítalismann.
Hið þjóðernislega hatur, sem
Hortystjórnin ól á milli Ungverja-
lands og nágranna þess, rriundi óhjá-
kvæmilega hafa orðið ráðandi í ung-
verskum stjórnmálum. Það var þegar
farið að útbreiða vígorð um sameigin-
leg landamæri milli Póllands og Ung-
verjalands, en þaðþýddi landakröfur
á hendur Tékkóslóvakíu. I Ungverja-
landi inundi hafa verið sköpuð stríðs-
orsök, er ógnaði öryggi nágranna
vorra og friðnum í Evrópu.
Ég legg áherzlu á það, að þetta allt
er aðeins ályktun dregin af atburðum,
sem ekki gerðust, og hún mundi hafa
minni háttar þýðingu varðandi af-
stöðu, sem byggð er á staðreyndum,
ef þetta væri ekki einmitt það atriði,
sem svo mikill skoðanaágreiningur
rís út af í Ungverjalandi og út um
70