Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 29
HIN STERKARI er kalt — að þessi forhertu fífl skuli ekki geta haldið logandi í ofninum!“ — Ilún nýr sólanum á öðrum skónum við ristina á hinum. M:lle Y skellihlœr. FrÚ X: Svo þegar hann kemur heim, byrjar hann á að leita að inniskónum sínum, sem María hefur sett undir skattholið .., Jahérna, mikil skömm er að skopast svona að manninum sínum. Hann er í rauninni ágætur — og bezti eiginmaður. Þú hefðir átt að eiga slíkan mann, Amalía! — Að hverju ertu að hlæja? Viltu segja mér það! — Og auk þess veit ég hann er mér trúr, sjáðu til, já, ég veit það! Hann hefur nefnilega sjálfur sagt mér .. . að hverju ertu að glotta? — að þegar ég var í leikför í Noregi, hafi tæfan hún Friðrika komið og reynt að tæla hann — geturðu hugsað þér nokkuð auvirðilegra? — Þögn. — Hún hefði átt að koma, þegar ég var heima: ég hefði rifið úr henni augun! — Þögn. — Það var lán að Bob sagði mér það sjálfur, svo ég frétti það ekki utan að! — Þögn. — En Friðrika var sosum ekki sú eina, get ég sagt þér! Ég veit ekki hvað veldur, en kvenfólkið er alveg hrjálað í manninum mínum. Það heldur sjálfsagt að hann hafi einhver áhrif á ráðningar við leikhúsið, af því hann vinnur í stjórnarráðinu! — Þú hefur kannski verið á hælunum á honum líka! ■—- Ég treysti þér aldrei nema í hófi —• en nú veil ég að hann kærði sig ekki um þig, og mér fannst þú alltaf hera einhvern kala til hans! Þögn. Þœr virða hvor aðra jyrir sér óöruggar. Frú X: Komdu heim til okkar í kvöld, Amalía, og sýndu að þú sért ekki reið við okkur — að minnsta kosti ekki mig! Ég veit ekki hvers vegna, en mér finnst sérstaklega ónotalegt að vera ósátt einmitt við þig. Kannski það sé vegna þess ég stóð í vegi fyrir þér þarna um árið -— Hœgar — eða — ég veit svei mér ekki — hvers vegna eiginlega! Þögn. M:lle Y starir forvitntslega á frú X. Frú X — liugsi —: Það var svo kynlegt með kunningsskap okkar: þegar ég sá þig fyrst, var ég hrædd við þig — svo hrædd að ég þorði ekki að sleppa sjónum af þér: hvert sem ég sneri mér, var ég alltaf í námunda við þig ■— ég þorði ekki að vera óvinur þinn, þess vegna varð ég vinur þinn. En það var alltaf einhver misfella á, þegar þú komst heim til okkar, af því ég fann að maðurinn minn gat ekki þolað þig — og þá leið mér hálf ónotalega, eins og þegar maður er í fötum sem fara illa; þess vegna reyndi ég eftir 19

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.