Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 84
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Val Ólafs Jóhanns á sögum í Jiessa bók
finnst mér liafa tekizt allvel, og er slíkt þó
atriði, sem endalaust má deila um. Hann
kveðst þar hafa látið eigin geðþótta ráða,
og svo það, hverjar sagnanna hafi orðið
sér minnisstæðastar. Um þá aðferð er ekki
nema gott eitt að segja; hún er heiðarleg,
svo langt sem hún nær. — Hann hefur
ekki kosið að raða sögunuin eftir aldri
þeirra, enda er það ekki nauðsynlegt í
sjálfu sér. En úr því að slíkt er ekki gert,
hefði alls ófróðum lesendum getað verið
til nokkurrar glöggvunar á höfundi, að ár-
tal hefði fylgt hverri sögu. Hér er um þess-
konar yfirlit að ræða, þótt ekki eigi það
beinlínis að vera úrval, að vel hefði farið
á því. Annars er útgáfan í alla staði prýði-
leg og frágangur til fyrirmyndar. Rakst ég
samt á þrjár eða fjórar prentvillur í bók-
inni, mér til stórrar furðu.
Einatt er bóktim talið til gildis, ef les-
endur eiga bágt með að leggja þær frá sér
fyrr en þeir ern búnir með þær. Þetta á
sjálfsagt prýðilega við um ýmsar skáld-
sögur. Aftur er ég ekki viss um, að slíkt
þurfi að vera góð meðmæli með smásagna-
safni, og fer það þó m. a. eftir því, hvern-
ig lesið er. Ég hlýt að viðurkenna, að mér
var ógjörningnr að klára „Sextán sögur“
11 alldórs Stefánssonar í fljótheitum. Því að
þótt ég hafi lesið þessar sögur áður, og
myndi þær velflestar, urðu þær mér við
enduriesturinn svo nýjar, á ýmsan hátt, að
ég gat sjaldnast fengið mig til að hefja
lestur annarrar sögu að einni lokinni. Hver
og ein greip mig þeirn tökum og vakti mig
til slíkrar umhugsunar, að ég kaus að
geyma áhrifin án þess þau trufluðust af
nýju söguefni. H. St. tekst það nefnilega,
sem er aðal góðra höfunda, einkum
snjallra smásagnahöfunda, að hrífa lesand-
ann til skynjunar langt útfyrir þann vett-
vang er sagan nær, bæði í tíma og rúmi.
Minnist ég nú ekki annarrar bókar, er
heppilegri gæti verið til að vekja áhuga
íslenzkra lesenda almennt fyrir hinu göf-
uga formi smásögunnar en „Sextán sögur“
hans. Að loknum lestri hennar fannst mér
ég hafa lesið margar bækur.
Elías Mar.
Kvæðasafn
GuSmundar Böðvarssonar
Heimskringla 1956.
að var mikill fengur ljóðaunnendum að
fá í hendur öll kvæði Guðmundar Böðv-
arssonar í einni bók nú á síðastliðnu hausti.
Giiðmundur er eitt þeirra fáu skálda sem
eiga erindi við kröfuharðan lesanda oftar
en einu sinni. Ljóð hans mörg eru dýrgripir
íslenzkrar tungu og því hjartfólgin geymd
öllum þorra bóklesandi íslendinga — eða
ælti að vera. Þó að ýmis þessara kvæða hafi
um langt árabil sungið í huga undirritaðs
eins og ljúft viðlag við aðra og ómstríðari
söngva, þá er honum engu að síður kært að
hafa þau í höndum á ný bókfest og í ófor-
gengilegri búningi en hrörnandi heilafrum-
ur hans sjálfs geta léð þeim. Ég á við kvæði
eins og Kyssti mig sól, Vísur um birkilauf,
Vor borg, Rauði steinninn, Hin hvítu skip,
Tvær hæðir, Stephan G., Hinn síðasti morg-
unn, I vor, Hörpuskel. Og miklti fleiri kvæði
sem á ný syngja inn í hug minn þegar ég
fletti bókinni: Fylgd, Jólakort frá 1910,
Hrjóstursins ást, Bogmenn, Lyngheiðin
rauð, Þokuriddarinn, Boltaleikur, Vísurnar
við hverfisteininn. Og kvæði eftir kvæði sem
ég hef ekki veitt athygli fyrr: bókin er svo
auðug.
Mér verður hugsað til þeirra kynslóða
sem á eftir koma: Hvílíkt ævintýri verður
þeim ekki að vakna til meðvitundar um
74