Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 37
„STÖKKIÐ MIKLA“ í KÍNA
öllu. Þetta er eins og að koma í nýjan heim. Fyrir augum fólks er eins og mik-
ið kraftaverk hafi gerzt. Fetta er skýringin á lífsgleði kínversku þjóðarinnar,
bjartsýni hennar, sjálfstrausti og stórhug, eldmóði hennar og siðferðisstyrk,
óbilandi trausti hennar á stjórn sinni og forustuflokki, Kommúnistaflokknum,
og því þjóðskipulagi, sem á örskammri stund hefur valdið slíkum umskiptum,
sósíalismanum.
En fleira kernur til. Fyrir byltinguna var allur þorri Kínverja ólæs og óskrif-
andi. Að fá að ganga í skóla var vegsemd, sem fáa dreymdi um. I stefnuyfir-
lýsingu Kommúnistaflokksins eru næstu markmiðin í menningarmálum talin
vera: að útrýma vankunnáttu i lestri og skrift og koma á almennri skólaskyldu
í barnaskólum, að korna upp kerfi miðskóla og framhaldsskóla í borgunum og
æðri mennlastofnunum, háskólum og vísindastofnunum víðs vegar um landið.
Kína er skipt í 2000 ömt eða stjórnarumdæmi. í 1200 þeirra hefur þegar verið
komið upp almennri skólaskyldu og í 400 þeirra hefur lestrarvankunnáttu ver-
ið alveg útrýmt. Mikill fjöldi framhaldsskóla og æðri menntastofnana hefur
risið upp um allt Kínaveldi. Það er eins og öll þjóðin gangi í skóla.
Kína hefur löngum verið frægt fyrir það misrétti, sem konur hafa orðið að
búa við þar í landi. Það er varla ofsagt að konan hafi verið verzlunarvara og
staða hennar oft og tiðum lítið betri en ambáttarinnar. Omurlegt merki þess
má sjá enn í dag, þar sem eru hinir afmynduðu fætur margra eldri kvenna.
Nú nýtur konan algers jafnréttis við karlmenn.
Áður fyrr var litið á kínverskan almúga sem lægri verur. Táknræn er áletr-
unin, sem stóð yfir hinum fræga skemmtigarði í útlendingahverfinu í Sjang-
hæ: „Aðgangur bannaður fyrir Kínverja og hunda.“ Nú á þessi alþýða land
silt og stjórnar þvi með þeim ágætum, sem vekur aðdáun og virðingu alls
heimsins. Þelta er eins og endurfæðing. Kínverjar kalla byltinguna aldrei bylt-
ingu, heldur frelsun. Magnús heitinn Jónsson prófessor, sem var í sendinefnd-
inni með mér 1956, veitti þessu sérstaka athygli, og ég man að hann sagði eitt-
hvað á þessa leið: ,:Er ekki von að þeir kalli þetta frelsun, því að það er frels-
un.“ Þeir tala alltaf um tímann fyrir frelsunina og eftir frelsunina. Þetta er
eins og að komast á nýtt tilverustig.
Hvernig hefur tekizt að vinna þessi þrekvirki? Tvöföldun kornframleiðsl-
unnar og bómullarframleiðslunnar á einu ári og aukning iðnaðarins um 50%
á sama tíma á sér ekkert fordæmi í sögunni.
Lítum fyrst á landbúnaðinn. Fjarri fer því að tekin hafi verið upp nýtízku
tækni eða stórvirkar vélar í landbúnaðinum. Notkun nýtízku véla í landbún-
aðinum er mjög á byrjunarstigi og undantekning, sem enn skiptir litlu máli
27