Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 74
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
orðiS fyrir, væri unnt að fylgjast með þróuninni frá ópersónulegri skáldskap-
arerfð til meðvitaðrar höfundarstarfsemi. En þvílík samfélög hafa um langan
aldur ekki verið til á jarðarkringlunni. Auk þess er ákaflega trúlegt að slíkt
sjálfkrafa „skref“ mundi lengjast og taka mjög langan tíma, ef til vill heilt
árþúsund.
En garnlar varðveittar bókmenntir, og framar öllu hinar sérkennilegustu og
auðugustu þeirra, forníslenzkar bókmenntir, varpa ljósi á þróunarsögu höf-
undarsj álfsvitundar.
Fyrst og fremst er auðsætt að það er ekki ritlistin sem kemur einstaklingn-
um í skilning um að hann er höfundur. Skrefið frá ópersónulegri bókmennta-
iðju til einstaklingsbundinnar höfundarstarfsemi er auðsjáanlega stigið löngu
fyrir ritöld. Kveðskapur dróttkvæðaskáldanna hefur frá upphafi verið tengd-
ur höfundum sínum, einstaklingunum, og hann var til þegar á fyrra helmingi
9. aldar, eða meira en 200 árum áður en ritöld hófst á Islandi. Slíkur persónu-
legur kveðskapur fyrir ritöld skiptir hér í rauninni höfuðmáli og getur varpað
ljósi á það hvernig persónuleg höfundarmennska varð til. (Hér er að sjálf-
sögðu átt við almenna eiginleika slíks kveðskapar, en ekki einstaka höfunda
né einstök verk.)
Samkvæmt þeirri hugmynd um bókmenntaþróun sem almennust er, hlutu
eðlileiki, einfaldleiki og sem nánust tengsl við þjóðfræði, að vera einkenni á
verkum elztu höfunda, það er elztu bókmenntum, en íburður, formfágun, til-
gerð hins vegar einkenni bókmennta er lifað hafa sitt fegursta. Hugmynd þessi
virðist við fyrstu sýn ómótmælanleg. Gallinn er sá einn að hún virðist það
aðeins við fyrstu sýn og að staöreyndirnar mæla gegn henni.
Elztu höfundarverk, það er hinn elzta persónulega kveðskap (elztu höfund-
arverkin eru alltaf kveðskapur), einkenna venjulega mikill íburður og form-
fágun. Einna augljósast er þetta í dróttkvæðum. TilgerÖ skáldastílsins og drótt-
kvæðalistarinnar er alkunn. Ollum kröftum skáldanna var auðsjáanlega ein-
beitt að fágun formsins, næstum óháð efni. Þetta kemur fram þegar bókstafleg
merking kenningar svarar ekki til efnis vísunnar eða er jafnvel öfugrar merk-
ingar. Hingað til hefur verið talið að þessi „ofvöxtur formsins“, sem er ein-
kenni dróttkvæða, væri eins konar leikur náttúrunar, hvort sem það væri af
tilviljun eða sérstökum skilyrðum bundið. Þessi ofvöxtur forms er einkenni
dróttkvæða alla tíð, eða um meira en fimrn alda skeiö og ef til vill mun lengur,
því að þau gengu að erföum, og venjur þeirra, sem voru yfirleitt mjög fastar,
varðveittust á Islandi enn um tvær aldir eftir upphaf ritaldar. Þau ná því yfir
mikið tímabil í bókmenntasögunni fyrir ritöld. Sá ofvöxtur formsins sem er
64