Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 99
UMSAGNIR UM BÆKUR sízt um kynvillu og er glöggt að fommenn töldu jafnvel augljóslega rakalaus illmæli, brigzl og skammir, hentug vopn í viðureign við óvini sína. (Þetta er að vísu iðkað enn á vorum dögum og hefur jafnvel orðið tölu- verð framför í þessari íþrótt, a. m. k. mun flestum nú þykja heldur barnaleg skamm- aryrði Skarphéðins við Þorkel hák). Mér virðist auðsýnt að höfundur Ljós- vetninga sögu hefði getað náð tilgangi sín- um með tilhæfulausum rógi um kynvillu Þorvarðs. Þetta illmæli hefur verið og er enn þess eðiis að sá sem fyrir því verður, stendur í raun og veru uppi varnarlaus. Að fornu gátu menn drepið rógberann, — nú geta menn höfðað meiðyrðamál og fengið ummælin dæmd dauð og ómerk, — en hvorttveggja er gagnslaust. En menn gátu sótt nokkra hugsvölun í hefnd á sama vett- vangi. Og það er einmitt (eins og áður er á minnzt) hugmynd Barða heitins að Þor- varður hafi liefnt sín í Njálu með því að lýsa þeim feðgum, Þorvarði og Þórði, í gerfi Valgarðs og Marðar. En nú hafa menn spurt hvort níð af þessu tagi hefði getað hitt í mark, þar sem allt er dulbúið í gerfi fomsögu. B. G. hefur talið sig eiga svar við þeirri spurningu, þar sem liann leiðir líkur að því að höfundar Ljós- vetninga sögu, Olkofra þáttar og Njálu auð- kenni aðalpersónurnar með ýmsum hætti, m. a. með bókstafafjölda og jafnvel hljómi eiginnafna þeirra (og stundum einnig föð- urnafna). Sumt af þessu er óneitanlega snjallt, annað athyglisvert eða a. m. k. æði tilfyndið, — en sumt heldur langsótt og til- hæfulítið eða ekki (eins og minnzt hefur verið á hér á undan). En hvað sem líður einstökum atriðum eða meiri og minni lík- indum, er auðsætt að þessir hlutir hafa aldrei getað verið nema til leiðbeiningar (og til gamans) þeim sem þegar vissu, hvar fiskur lá undir steini, því að svo hugvits- samir og getspakir lesendur sem B. G. hafa ekki verið á liverju strái. En sú er bót í máli að höfundar sagnanna sömdu þær handa þeim lesendum einum sem þeir áttu hægt með að ná til og veita nauðsynlegar skýr- ingar til að koma þeim á sporið. I næstu sex ritgjörðum bendir B. G. á margvísleg rittengsl Njálu við Sturlungu og fleiri rit og virðist margt af því ótvírætt, en liitt er aftur á móti vafasamara að þau sýni að Þorvarður Þórarinsson einn hafi getað verið hér að verki. Um það skal ekki rætt nánara hér, því að ekki er ætlunin að taka af þeim sem áhuga hafa á þessum fræðum það ómak að mynda sér sjálfir sína skoðun á þeim hlutum sem eru álitamál. Þá er komið að þeim kafla sem nefnist „Málfar Þorvarðar Þórarinssonar". Hann er tuttugu ára gamall en hefur ekki verið prentaður áður; er það undarlegt því að B. G. mun hafa talið hann með mikilvægustu röksemdunum fyrir því að Þorvarður Þór- arinsson væri höfundur Njálu. Niðurstaðan er sú að nú megi benda „á Njáluhöfundinn með öruggari vissu en þótt staðið hefði á fornu handriti sögunnar: Bókina hefur skrifað Þorvarður Þórarinsson". En senni- lega hefur B. G. talið sig þurfa að athuga þetta efni betur. Heimildir um málfar Þorvarðs Þórarins- sonar eru því miður mjög fáar og að sumu leyti ekki áreiðanlegar, og í öðru lagi getur upphaflegt orðfæri og stíll Njáluhöfundar oft verið vafa undir orpið, eins og varð- veizlu þeirrar sögu er liáttað. Annars vegar er hér um að ræða kafla úr sendibréfi frá Þorvarði Þórarinssyni, sem tekinn hefur verið upp í Arna biskups sögu (89 orð alls), en hins vegar ræðustúfar tveir sem lagðir eru í munn Þorvarði í Þorgils sögu skarða auk fáeinna einstakra setninga. Ekki er ástæða til að efa að sendibréfskaflarnir séu rétt upp teknir í Árna biskups sögu og mun rétt athugað að ekkert sé því til fyrirstöðu að þeir og Njála gætu verið verk sama 89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.