Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 23
ÞATTURINN AF MANNINUM I RUMINU ...
til útgefandans sem átti heima í öðr-
um bæjarhluta.
Þegar hann kom loksins þangað
hafði forleggjarinn farið niður í
kjallara til að snerpa á miðstöðinni
því bað var orðið ári kalt úli. og hann
hafði setið í stofunni sinni og hlustað
á Chopin.
Kona hans fór niður og sagði við
hann í stórum og fögrum rauðviði
klæddum miðstöðvarklefanum sem
sómdi fyrirmanni í landi voru:
Heldurðu að liann sé ekki kominn
aftur þessi gamli maður.
Æ, sagði útgefandinn.
Hvað viltu? sagði konan og vings-
aði inniskónum á öðrum fætinum.
Segðu að ég sé nýfarinn út, sagði
hann. Heyrðu annars, kallar liann eft-
ir henni: hjóddu honum inn í stofu
og gefðu honum vindil kallgreyinu og
sjerríglas.
Hún gerir svo.
Gamli maðurinn settist, og börnin
á heimilinu fóru að leika sér að staul-
ast um með stafina hans tvo. Síðan
fóru þau í fánaleik, bundu bleika
silkislaufu af annarri vinnukonunni á
annan stafinn og sögðu: Fram þjáðir
menn í þúsund löndum, habahaha!
En gamli maðurinn fékk svo stóran
vindil að hann var næstum búinn að
reka liann í flygilinn þegar hann ætl-
aði að fara að kveikja í honum.
Nei, Jón minn, segir konan, og fann
það ráð að opna gluggann. (Þá var
aftur komið milt og hlýtt veður úti)
— Og láta vindilinn hanga út um
gluggann. Hún var ósköp elskuleg í
verunni, blessuð konan, og i hjarta
sínu hafði hún ekki gleymt uppruna
sínum meðal bændafólks í fátækri
sveit og því að maðurinn kom þangað
að biðja hennar sem nýlærður renni-
smiður. Því hljóp hún upp á loft til
að kveikja í vindli gamla mannsins
þaðan með blysi einu sem hafði til
allrar hamingju gleymzt i ærslum ára-
mótafagnaðarins árið áður.
Þess var ekki mjög langt að bíða
að bókin kæmi út.
En þá var gamli maðurinn orðinn
svo slæmur í fótunum (eldri sem því
munaði I að hann gat ekki Iengur
staulazt um. Þá var hringt í bróður
hans samfeðra sem var bjargálna
bóndi upp í sveit: Þú verður að sækja
kallinn. Hann er orðinn svo mikill
ræfill að enginn getur haft hann leng-
ur.
Þá það, svaraði bróðirinn og kom
í jeppa sínum. En hvað átti að gera
við vindilinn? Gamli maðurinn var
ekki nærri búinn með hann þótt hann
reykti hann stundarlangt á hverju
kvöldi. Um þetta leyti hafði snjóað.
Landið var allt hvítt eins og óskrifað-
ur pappír. Bóndinn fékk lánaðan
sleða og batt hann aftan í jeppann, en
jrað hrökk of skanunt jrví vindillinn
hefði staðið langt aftur af honum og
dregizt eftir snjónum.
Þegar þeir voru að vandræðast út
af þessu kvisaðist út um borgina að
13