Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 48
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ráða enn yfir. Bæjarkommúnurnar eru frekar undantekning, og nú berast frétt- ir um bað, að fyririnæli hafi verið gefin um að fara um sinn hægt í sakirnar í þeim efnum. Munurinn á kommúnunum og þeim samtökum sem eru fyrir- rennarar þeirra, og enn eru algengust í borgum Kína, er einkuin fólginn í því, að áður varð hver fjölskylda að mestu að siá um sig sjálf, en í kommúnunum er séð fyrir flestum þörfum fjölskyldunnar, sameiginleg fræðsla, matargerð, hreinlætisþjónusta o. s. frv., og vandamál hverrar fjölskyldu tekin til með- ferðar sameiginlega. Það sem hér fer á eftir, tók ég, að ég hygg, nokkurn veg- inn orðrétt upp eftir formanni kommúnunnar í Hanká: „Hér er um að ræða að breyta litlu fjölskyldunni í stóra fjölskyldu,“ sagði hann. „Ef t. d. fjölskylda á saumavél, fer hún á verkstæði konnnúnunnar. Aður en konnnúnan var stofnuð átti hver og einn vélina áfram, enda þótt hann léti hana á verkstæðið. Nú er hún eign kommúnunnar. Saumavélin er þó greidd fyrri eiganda smátt og smátt með viðbótargreiðslu á launin. Smærri hlutir og verkfæri, sem heimilin afhenda verkstæðum kommúnunnar, eru oftast gefnir. Það er ekki unnt að gera sér í hugarlund, hvernig kommúnisminn muni verða í einstökum atriðum í framtíðinni, en hér er um að ræða að skipuleggja neyzl- una og þjónustuna vegna daglegra þarfa í aðalatriðum eftir kommúniskum leiðum.“ Eitt af því, sem mér er minnisstæðast, eru gamalmennaheimilin. Ekki vegna heimilanna sjálfra. Þau mundu þykja heldur fátækleg á okkar mælikvarða, enda þótt vel sé að gamalmennunum búið á kvarða þeirra lifsvenja, sem þarna tíðkast. En það eru gamalmennin sjálf, sem mér munu seint úr minni líða. Sjaldan hef ég séð svo innilega glaðar manneskjur. Mörg þeirra voru einstæð- ingar, sem ekki áttu neinn að, sem skylt væri að sjá þeim farborða í ellinni. Hefði byltingin ekki orðið, mundu þau ekki hafa átt annars úrkosta en að ganga út og betla. Þau höfðu kviðið ellinni, sem skelfilegri ógæfu. En nú er vel fyrir þeim séð, þau skortir ekkert, og það er ekki litið á þetta sem ölmusu, heldur sem skýlausan rétt. Þetta er þeim meiri hamingja en þau höfðu ímynd- unarafl til að láta sig dreyma um fyrir frelsunina. Þakklæti þeirra átti sér engin takmörk. Þau kalla þetta „sæluheimili“. Ég minntist á veginn í Hopei-fylki, sem lagður var á 36 klukkustundum. Þetta er í rauninni ekki nema eitt lítið dæmi þess, sem nú er að gerast víðs- vegar um Kína í miklu stærri stíl, með þátttöku borga og sveita. Ég skal aðeins nefna eitt dæmi um slíkt stórvirki, sem ég átti kost á að sjá að mestu leyti fullgert. Það er stíflugarðurinn mikli við Ming-keisaragrafirnar í nágrenni Pekings. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.