Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 17
RÆÐA ekki hafði áður þótt leyfilegt að setja á prent á Islandi. Þegar talið berst að bókum Þór- bergs verður stíll og málfegurð venju- lega efst á baugi. Jafnvel þeir sem á sínum tíma hötuðust við Bréf til Láru vegna þess boðskapar sem það flutti, voguðu sér ekki að neita að meðferð hans á íslenzku máli væri með ein- stakri snilld, og höfundur lék sér að ólíkum stíltegundum sem hann nafn- greinir. I síðari bókum sínum befur hann hneigzt æ meira að því að setja hlutina fram á sem einfaldastan og eðlilegastan hátt og jafnvel viljað neita því að hann riti nokkurn stíl. Annað sem menn hafa kunnað bezt að meta við Þórberg er spaugsemi hans og skop, og er hann oft talinn mestur húmoristi í íslenzkum bók- menntum. Hvernig sem hann hefur þrumað yfir hausamótum þétt- heimskra landa sinna hefur hann allt- af gert það í góðu skapi, með gaman- semi öðrum þræði, og sízt hefur hann hlíft sjálfum sér við háði og spéi, en staðið jafnkeikur eftir. Vissulega eru þetta mikilvægir kostir, og að vísu óhjákvæmilegt skil- yrði hverjum rithöfundi að vera kunnáttumaður á þjóðtungu sína, en hins vegar fjarri því að vera einhlítt. Það nægir ekki til skilnings á Bréfi til Láru eða öðrum verkum Þórbergs að þau eigi stílsnilldinni sigur sinn að þakka, þó að hún hafi aukið gildi þeirra. Listræn eða fögur orðasmíð stendur hvorki út af fyrir sig né end- ist neinu verki til langlífis. Það er misskilningur á bókum að halda slíkt. Stílsnilldin er ekki nema ásýnd á hreinleik, alúð og dirfsku þeirrar hugsunar sem í verkum hans býr og birtir nýtt viðhorf gagnvart öld vorri, nýja lífsskoðun og nýja stefnu í þjóð- félagsmálum, nýjan eldheitan boð- skap. Að vera rithöfundur er að fara hamförum, eiga guðmóð í brjósti, heitar ástríður, hugarflug, ímyndun- arafl, brennandi réttlætiskennd, ó- slökkvandi þorsta eftir vizku og sann- leika, eiga skapfestu, einurð og þrá til að umskapa samfélagið og um- hverfi sitt og ganga heils hugar í þjónustu æðra markmiðs. Að vera rithöfundur er að gera almættisverk, lýsa upp himin og jörð, kveikja á stjörnum og sól þegar myrkt er, leiða regn og skúrir og hlýja vinda yfir hið gróðurlausa land og vera svalalind þyrstum og snauðum. Þessa þraut vann Þórbergur Þórð- arson, og því lifa og glitra verk hans. Þórbergur og æskukynslóð hans komu með uppreisnina og drauminn og skópu af hugsjónaafli og stórhug nýtt ísland. En þetta nýja ísland, er það ekki að eldast? Er það ekki farið að lækka flugið ískyggilega? I stað djarfra hugsjóna og háleitra félags- legra markmiða fyllir holtaþokuvæl breiðar byggðir. Hver er nú sá er hlýði kalli hjartans og gefi allt til að leita að einni perlu? Hver lætur sér 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.