Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 63
ÞÆTTIR UM MANNANOFN OG NAFNGIFTIR
lagður á þann hluta ættartölunnar,
sem veit að Dagstygg risakonungi,
enda hefði sá ágæti maður átt að
hafa verið uppi á fyrri hluta 8. aldar.
Hitt er miklu sennilegra, að Dag-
styggur risakonungur hafi verið forn-
aldarsagnahetja, sem tengd var við
ætt landnámsmannsins og afkomenda
hans, eftir að fornaldarsagan var
skráð. Þórður prestur í Laufási hefur
kynnzt Dagstyggs-nafninu af slíkri
sögu. Nokkru yngri en Dagstyggur
Þórðarson í Laufási var Dagstyggur
nokkur Jónsson, sem átti heima á
Vesturlandi. Faðir hans hefur ef til
vill kynnzt þessu nafni af fornaldar-
sögu eins og presturinn í Laufási.
Nafn þriðja bróðurins í Laufási er
tvímælalaust tekið úr fornri sögu,
þótt ekki sé unnt að fullyrða, hver
hún hefur verið. Einhver frægastur
af fornum köppum var Hildibrandur
Húnakappi, en fleiri fornaldarsagna-
hetjur munu þó koma til greina. Á
13. öld er getið tveggja manna, sem
hétu þessu nafni.
Samtíma við þá Þórðarsonu í Lauf-
ási var prestur þar, sem Erpur hét.
Ekki er ósennilegt, að Erps-nafnið sé
tekið úr fornum hetjusögum, en svo
hét bróðir þeirra Hamðis og Sörla.
Þetta heiti hafði lítt tíðkazt á íslandi,
en svo hafði heitið tengdafaÖir Braga
skálds, Erpur lútandi, sem mun hafa
verið uppi um 800. Annars kemur
nafnið sjaldan fyrir. Eini íslending-
urinn, sem hét þessu nafni fyrir daga
Erps jnests og getið er í heimildum,
var Erpur, leysingi Auðar djúpúðgu.
En sá Erpur mun hafa verið péttnesk-
ur að ætt og nafni, enda varöveittist
nafnið ekki hér, svo að vitað sé.
Þórður prestur í Laufási var ekki
sá eini, sem virðist hafa valiÖ börn-
um sínum nöfn eftir fornum sagna-
persónum. Á 12. öld var uppi maður,
sem hét Búi, og væri freistandi að
ætla, að nafnið hafi verið sótt til
Jómsvíkinga sögu. Og frá sömu sögu
gæti nafniö Vagn verið runnið, sem
kemur fyrir á 13. öld. Frá Ragnars
sögu loðbrókar viröist Randalín vera
komin. Þetta kvenmannsnafn kemur
fyrir hjá Oddaverjum á 13. öld, en
nokkru fyrr höfðu þeir tekiö upp
nafnið Ilálfdan, sennilega eftir forn-
um sögum. Og á 13. öld hafa þeir
veriÖ farnir að lesa Karlamagnúss
sögu, því að nafniö Karlamagnús
kemur þá fyrir hjá Oddaverjum. Fað-
ir Karlamagnúsar þessa hét Magnús
Agnar, og er það elzta dæmi um Agn-
ars-nafnið á íslandi. Það mun senni-
lega vera tekið úr Ragnars sögu loð-
brókar eins og Randalín. Annars
voru Oddaverjar undarlega frjáls-
lyndir um nafnaval og innleiddu
mörg útlend nöfn. Er skemmtilegt að
bera það saman við hina heilbrigðu
íhaldssemi Haukdæla, sem varðveittu
forn ættnöfn um langt skeið. Nafniö
Hjálmar kemur fyrst fyrir hér á
53