Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Qupperneq 56

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Qupperneq 56
TIMARIT MALS OG MENNINGAR araldir tíðkuðust nöfnin Brjánn,Kon- all, Kormakur og Dufgus, og tvö nöfn hafa verið notuð óslitið fram á þenna dag, Kjartan og Njáll, Eflaust hefur tvennt valdið miklu um langlífi þess- ara tveggja nafna. Annars vegar er þess að geta, að Kjartan Ólafsson var frændmargur, og nafnið festist í ætt hans, og hins vegar munu Laxdæla og Njála hafa aukið mjög á vinsældir nafnanna. Því má skjóta hér að um keltnesku nöfnin, að sum þeirra hafa verið endurvakin á síðustu áratugum, enda getur enginn efazt um, að þau séu með fullum rétti íslenzk nöfn. Um merkingu írsku nafnanna skal ég ekki fara mörgum orðum. Sum þeirra voru ævaforn og leidd af orð- um, sem horfin voru úr írskri tungu löngu fyrir íslands byggð, og er því ekki hægt að fullyrða um, hvað þau merktu. Nafnið Kjaran merkti „litli Jarpur“, Njáll merkti „hetja“ eða „kappi“, og Kalman merkti „litla dúf- an“. Sama heiti kemur fyrir í nafni írska dýrlingsins Columcille, en það merkti„kirkjudúfan“. Nafnið Melpat- rekur merkti „þjónn Patreks“. Um Kjartan leikur meiri vafi. Samkvæmt Laxdælu var Kjartan Ólafsson látinn heita í höfuðið á írskum afa sínum, sem er kallaður Mýrkjartan í sögunni, en mun að réttu lagi hafa heitið Muir- certach á irsku. Nú er ekki ósennilegt, að minningin um nafn hins írska for- föður hafi varðveitzt lengi með af- komendum Ólafs pá. En hins ber þó að geta, að til var á írlandi nafnið Certán, sem óneitanlega svipar meir til íslenzka nafnsins. Er hugsanlegt, að bæði írsku nöfnin hafi verið höfð í huga, þegar íslenzkum dreng var val- ið þetta nafn vestur í Dölum á 10. öld. Nafn afans hefur þótt of langt, en styttra nafnið var nægilega líkt því, svo að segja mætti, að Kjartan héti í höfuðið á Mýrkjartani eða Muircer- tach, sem merkti raunar „víkingur“, og var það vel til fallið. Læt ég svo út- rætt um það mál. 011 þau nöfn, sem tíðkuðust hér í í heiðnum sið, tóku íslenzkum end- ingum og lutu í hvívetna lögum ís- lenzkrar tungu, svo að enginn vafi getur leikið á, að þau eru íslenzk eftir núgildandi landslögum, þótt sum þeirra hyrfi brátt úr tízku. Sama máli gegnir um flest þau nöfn, sem íslend- ingar tóku upp á fyrstu öldum kristni, og raunar um þorra tökunafna langt fram eftir öldum. Að vísu kom það fyrir, að hér væru notuð nöfn, sem beygð voru að latneskum hætti, en þau urðu aldrei algeng, annaðhvort hurfu þau úr notkun eða voru samin að íslenzkri málvenju. En þetta atriði skiptir miklu máli, þegar um það er rætt, hvort tiltekið nafn sé íslenzkt eða ekki, og við þetta mun vera átt meðal annars með orðum laganna, að nöfnin verði að vera rétt að lög- um íslenzkrar tungu. 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.