Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 56
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
araldir tíðkuðust nöfnin Brjánn,Kon-
all, Kormakur og Dufgus, og tvö nöfn
hafa verið notuð óslitið fram á þenna
dag, Kjartan og Njáll, Eflaust hefur
tvennt valdið miklu um langlífi þess-
ara tveggja nafna. Annars vegar er
þess að geta, að Kjartan Ólafsson var
frændmargur, og nafnið festist í ætt
hans, og hins vegar munu Laxdæla og
Njála hafa aukið mjög á vinsældir
nafnanna. Því má skjóta hér að um
keltnesku nöfnin, að sum þeirra hafa
verið endurvakin á síðustu áratugum,
enda getur enginn efazt um, að þau
séu með fullum rétti íslenzk nöfn.
Um merkingu írsku nafnanna skal
ég ekki fara mörgum orðum. Sum
þeirra voru ævaforn og leidd af orð-
um, sem horfin voru úr írskri tungu
löngu fyrir íslands byggð, og er því
ekki hægt að fullyrða um, hvað þau
merktu. Nafnið Kjaran merkti „litli
Jarpur“, Njáll merkti „hetja“ eða
„kappi“, og Kalman merkti „litla dúf-
an“. Sama heiti kemur fyrir í nafni
írska dýrlingsins Columcille, en það
merkti„kirkjudúfan“. Nafnið Melpat-
rekur merkti „þjónn Patreks“. Um
Kjartan leikur meiri vafi. Samkvæmt
Laxdælu var Kjartan Ólafsson látinn
heita í höfuðið á írskum afa sínum,
sem er kallaður Mýrkjartan í sögunni,
en mun að réttu lagi hafa heitið Muir-
certach á irsku. Nú er ekki ósennilegt,
að minningin um nafn hins írska for-
föður hafi varðveitzt lengi með af-
komendum Ólafs pá. En hins ber þó
að geta, að til var á írlandi nafnið
Certán, sem óneitanlega svipar meir
til íslenzka nafnsins. Er hugsanlegt,
að bæði írsku nöfnin hafi verið höfð
í huga, þegar íslenzkum dreng var val-
ið þetta nafn vestur í Dölum á 10. öld.
Nafn afans hefur þótt of langt, en
styttra nafnið var nægilega líkt því,
svo að segja mætti, að Kjartan héti í
höfuðið á Mýrkjartani eða Muircer-
tach, sem merkti raunar „víkingur“,
og var það vel til fallið. Læt ég svo út-
rætt um það mál.
011 þau nöfn, sem tíðkuðust hér í
í heiðnum sið, tóku íslenzkum end-
ingum og lutu í hvívetna lögum ís-
lenzkrar tungu, svo að enginn vafi
getur leikið á, að þau eru íslenzk eftir
núgildandi landslögum, þótt sum
þeirra hyrfi brátt úr tízku. Sama máli
gegnir um flest þau nöfn, sem íslend-
ingar tóku upp á fyrstu öldum kristni,
og raunar um þorra tökunafna langt
fram eftir öldum. Að vísu kom það
fyrir, að hér væru notuð nöfn, sem
beygð voru að latneskum hætti, en
þau urðu aldrei algeng, annaðhvort
hurfu þau úr notkun eða voru samin
að íslenzkri málvenju. En þetta atriði
skiptir miklu máli, þegar um það er
rætt, hvort tiltekið nafn sé íslenzkt
eða ekki, og við þetta mun vera átt
meðal annars með orðum laganna,
að nöfnin verði að vera rétt að lög-
um íslenzkrar tungu.
46