Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 49
„STÖKKIÐ MIKLA“ í KÍNA 1 nágrenni Pekings hefur löngum verið mikil flóðahætta. Jung-ding fljólið, sem fellur um sléttuna, er álika illræmt og Gula fljótið. Síðustu 30 árin hefur fljctið sjö sinnum brotið flóðgarðana og flætt yfir landið, breytt miklum hluta sléttunnar í stöðuvatn og valdið óskaplegu tjóni. Eitt brýnasta verkefnið á þessum slóðum var að beizla þetta fljót, og það var fundið ráð til þess. Það er gert með því að reisa mikla stíflugarða í aðstreymiskvíslum þess, sem koma úr fjöllunum norður af Peking, og hafa þannig hömlur á vatninu með því að safna því í stóra „geyina", sem geta tekið við firna miklu magni. Stíflugarður- inn, sem hér um ræðir, er í einu þessara fljóta, sem æðir þarna fram úr fjöll- unum með miklum ofsa í vatnavöxtum, einni af hættulegustu kvíslunum á þessum slóðum. Garðurinn er 617 metra langur og 30 metrar á hæð. Þarna myndast tilbúið stöðuvatn, „geymir", sem getur tekið við 66 miljónum rúm- metra vatns og nægir til áveitu á 20 þúsund hektara lands. Samkvæmt öllum venjulegum áætlunum hefði þurft nokkur ár til þess að ljúka þessu mannvirki. En það þurfti að vera tilbúið í tæka tíð til þess að koma að notum í sumar. Það var ákveðið að ljúka verkinu á fimm mánuðum. Ég sá menn vera að vinna þarna, og það var fátæklegur vélakostur, sem þeir höfðu yfir að ráða. Mestöll vinnan var sjálfboðaliðsvinna, flestir komu frá Peking, en einnig margir úr héruðunum í grenndinni, úr sveitum og borgum. Flestir unnu þarna nokkra daga, sumir aðeins einn dag. Alls komu þarna 400 þúsund sjálfboðaliðar, og mér var sagt að einn daginn hefðu 100 þúsund manns unnið þarna í einu, og vinnan samt gengið vel og skipulega. Þarna voru menn af ölluni stigum þjóðfélagsins, auk verkamanna, bænda og handverks- manna voru þar háskólakennarar, rithöfundar, listainenn og stjórnmálamenn, meðal þeirra sjálfur forsætisráðherrann, Sjú-En-læ. — Stúdentar og skólafólk í Peking átti þarna mörg dagsverk. Það tókst að ljúka verkinu í tæka tíð. Kínverjar sögðu mér oft, að forsendan fyrir því, að allar þessar miklu framkvæmdir og tilraunir sem nú er verið að gera gætu tekizt, væri hinn and- legi styrkur fólksins sjálfs, kunnátta þess og skilningur, þjóðfélagsþroski og siðferðisstyrkur. Þessvegna yrði að setja hina menningarlegu og hugmynda- legu baráttu ofar öllu eins og sakir standa. Ég hef áður minnzt á herferðina til þess að kenna öllum Kínverjum að lesa og skrifa, baráttuna fyrir því að öll þjóðin geti notið barnaskólamenntunar og þá miklu áherzlu, sem lögð er á að koma upp hverskonar framhaldsskólum og æðri menntastofnunum, auk margskonar skóla utan ríkisskólakerfisins, alþýðuskóla, tækniskóla og flokks- skóla. En þeir láta sér ekki nægja menntunina eina saman, þeir telja að lífs- skoðanir manna og hugarfar allt skipti ekki minna máli. Þeir leggja ofurkapp 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.