Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 62
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
við lítum á fornar ættskrár, sjáum við'
ættfesti einstakra nafna.
Nú ber oft svo við, að börn eru lát-
in heita eftir fleirum en einum, og er
það ævaforn siður. Slíkt er einkum
hægt, ef um samsett nöfn er að ræða.
Ef foreldrar vildu láta son sinn heita
eftir manni, sem hér Hallgeir, og
konu, sem hét Þorbjörg, gátu þau
látið sveininn heita Halldór, Þórhall,
Þorgeir eða Hallberg. í öllum þessum
nöfnum koma fyrir liðir úr báðum
fyrri nöfnunum. A sömu lund var
hægt að láta stúlku heita eftir þeim
Hallgeiri og Þorbjörgu og kalla hana
Hallbjörgu, Þórhöllu, Halldóru, Geir-
björgu eða Þorgeiru. En til slíkra
nafngifta þarf vitanlega góðan smekk
og örugga þekkingu á nöfnum. Að
þessu leyti hefur málvitund margra
Islendinga brugðizt hrapallega á síð-
ustu mannsöldrum, eins og rakið
verður síðar í þessu spjalli.
Ef vér athugum ættartölur í Land-
námu og öðrum fornritum, sjáum
vér, hve einstakir nafnaliðir haldast í
ættum. Þannig hétu þrír feðgar, hver
fram af öðrum Þorbrandur, Asbrand-
ur og Vébrandur. Þrír synir Atla
jarls hétu Hásteinn, liersteirm og
Hólmsíeí'nn. í Landnámu er getið um
Végeir Sygnakappa. Börn hans námu
land á Ströndum, en þau hétu svo:
Vébjörn, Vésteinn, Véþormur, Vé-
mundur, Végestur, Véþorn og Védís.
Af þessum dæmum má ráða, hve ein-
stakir nafnaliðir gátu sett svip á nöfn
í tiltekinni ætt eða fjölskyldu.
6
Á 12. öld hjó í Laufási sá prestur,
sem Þórður hét. Hann virðist hafa
valið sonum sínum nöfn eftir öðrum
rökum en venja var til. Synir hans
hétu Hákon, Dagstyggur og Hildi-
brandur. Hákonar-nafnið hafði að
vísu þekkzt hér allt frá landnámsöld,
en virðist þó ekki hafa verið algengt
framan af. Ilugsanlegt er, að Hákon
Þórðarson hafi verið látinn heita eft-
ir íslenzkum manni, sem svo hafði
heitið, en þó þykir mér hitt senni-
legra, að nafnið hafi verið tekið úr
fornum sögnum, eins og virðist vera
um hina bræður hans. Vel má vera,
að nafnið sé þegið úr fornaldarsögu
eða öðrum kosti frá einhverjum Há-
koni af ætt Noregskonunga. Um hin
nöfnin getur naumast nokkur vafi
leikið, að þau eru sótt í fornar bók-
menntir. Nöfnin Dagstyggur og
Hildibrandur sýna það ásamt með
mörgu öðru, að hinar svokölluðu
fornaldarsögur nutu mikilla vinsælda
á 12. öld, enda höfðu margar þeirra
þá verið færðar í letur, þótt fæstir
fræðimenn látist nú trúa því. Nafnið
Dagstyggur kemur fyrir á einum öðr-
um stað, í framættartölu Sléttu-
Bjarnar, sem nam land norður í
Skagafirði. Enginn trúnaður verður
52