Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 104
TIMARIT MALS OG MENNINGAR galdur hans liggur í því: að spillta ungl- inga, sem í upphafi hókar eru honum erfið- ir og óvinveittir, gerir hann að samstarfs- mönnum sínum, félögum og trúnaðarvinum. Fyrst af öllu vekur hann ábyrgðartilfinn- ingu þeirra og athafnalöngun, auk þess sem hann menntar þá, sýnir þeim traust og kenn- ir þeim að starfa saman að jákvæðum hlut- um. Þetta tekst honum. Undantekningarnar eru svo örfáar, að þær sanna aðeins regluna. Og af stuttorðri frásögn sem þessari getur litið út sem svo almáttugum manni hafi verið þetta hægðarleikur einn. Því fór þó fjarri. Hann varð að þreifa sig áfram. Og hann gleymir ekki veikum hliðum sjálfs sín heldur. Máttur hans og árangur fólst nefni- lega í því, m. a., liversu mikilli sjálfsgagn- rýni hann var gæddur. Það á drjúgan þátt í að gera „Veginn til lífsins" að því sem hún er — sannri sögu. í lok fyrra bindis hefur lionum tekizt kraftaverkið: Hann hefur gert tápmikla og framsækna unglinga úr svotil hverju einasta þeirra aumu barna sem liann liefur fengið í hendur. Þau eru orðin að ágætustu manns- efnum, senn reiðuhúin að fara eigin ferða út í þjóðlífið. Og manni verður að spyrja: Hvað getur verið í síðara hindinu? Hlýtur það ekki að vera einhver óþörf endurtekn- ing eða langloka? Er ekki sagan húin? Síður en svo. I stuttu máli sagt fjatlar síðara hindið um þann glæsilega árangur uppeidisstarfs Makarenkos, sem í rauninni er æfintýri líkastur. Fyrstu hælisbúarnir eru nú vaxnir að vizku og menningu með árunum, hafa fyrir löngu lært að meta gildi þekkingar og samstarfs, brennandi af áhuga heilbrigðrar æsku. Og fyrir atburðanna rás stígur Makarenko nú l>að spor, sem fyrir- fram getur virzt hæpið: Ilann gerir skjól- stæðinga sina — þennan íyrrverandi eymd- arlýð og glæpamenn — að uppalendum sjálfa. Vandræðabarnahæli hans hefur, þeg- ar liér er komið sögu, hlotið slíka viður- kenningu fyrir góðan árangur, að því er fal- ið að taka við og sameinast öðru slíku heim- ili, sem er í megnri niðurníðslu, býr við al- gert agaleysi og á sér enga framtíð sem slíkt. Er ekki að orðlengja það, að hið nýja hlutverk heppnast; Makarenko og ungling- um hans tekst sú djarfa tilraun að ná full- komnum tökum á margfalt stærri hóp barna og unglinga sem eru á nákvæmlega sama stigi og þeir fyrstu, er hæli lians veitti við- töku. -— Þannig er söguþráðurinn, í stórum dráttum. — Undir sögulok bregður svo fyrir þeim manni, sem hæli Makarenkos var kennt við, skáldinu Maxím Gorkí. Heim- sókn hans til æskunnar, sem nú hafði verið beint fram á við, á „veginn til lífsins", ork- ar á lesandann sem hljóðlát umbun Maka- renko til handa, en einmitt um þær mundir var starfi hans við hælið að ljúka. Freistandi er að nefna dæmi um þá breytilegu persónuleika, sem maður kynnist við lestur hókarinnar, en þess er enginn kostur hér. Höfundinum tekst að gæða stór- an hóp unglinga slíku lífi, hvern og einn sem eitthvað kemur við sögu, að þeir hljóta að verða minnisstæðir. Sama er að segja um fullorðnu sögupersónurnar; skringikarlinn og spekingurinn Sílantí Otsjenas er ágætt dæmi um það (Ég hef varla lesið hlægilegra atriði en lýsinguna á þvi, er hann gerðist leikari í viðlögum! — I, 345). En ritleikni Makarenkos kemur einnig fram í tjáningu hans á breytilegum stemmningum, landslagi og geðblæ umhverfisins; hann hrífur les- andann alltaf — vegna þess hve liann er með öllu laus við tilgerð. Þýðandinn hefur að vísu orð á því í formála, að stíll bókar- innar sé hrjúfur nokkuð og hnökróttur. Má vera, að svo sé, en ekki fer mikið fyrir því í þýðingunni. Frá vissu sjúnarmiði er höfundur sjálfur ein athyglisverðasta persóna bókarinnar fyr- ir margra liluta sakir. llann er maður sjálfs- afneitunarinnar, fórnarinnar og agans; og 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.