Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 51
„STÖKKIÐ MIKLA“ í KÍNA
hægri menn héldu einatt fram þeirri kenningu, að „skrifstofuvaldið“ væri
verra en kapítalisminn og þeir beittu sér gegn hinni nánu samvinnu Kína við
Sovétríkin.
Flokkurinn snerist hart við og tók upp mjög skelegga og óvægilega haráttu
gegn þessum hægri mönnum eða endurskoðunarmönnum eins og þeir eru
stundum kallaðir, einkum eftir að þeir fóru að draga í land með skoðanir
sínar. Um allt Kína, á vinnustöðum og í skólum, voru haldnir ótal fundir til
þess að kveða hægri mennina eða endurskoðunarmennina niður. Einkum
kvað mikið að þessum fundarhöldum í háskólunum, en þar átti endurskoðun-
arstefnan helzt fylgi að fagna, því allmikill hluti stúdenta er úr millistétt og
yfirstétt og margir eru upprunnir úr menntamannaliði hins gamla Kína.
Oánægjuraddir heyrðust um að þetta hefði tafið námið og gengi einatt langt
úr hófi. Mjög sjaldgæft mun samt vera að heyra slikar kvartanir frá stúdent-
um, sem upprunnir eru úr stétt bænda og verkamanna. Slíkt verður ærið
hégómlegt og smátt í augum þeirra, sem hafa séð og skilið mikilleik þess, sem
er að gerast í Kína.
Eg spurði hvort þessar hægri kenningar hefðu haft mikinn hljómgrunn með
þjóðinni. Mér var sagt að það væri síður en svo, hægri mennirnir væru og
hefðu verið mjög einangraðir. Ég spurði þá hvort allur þessi gauragangur
hefði verið nauðsynlegur. Mér var sagt að svo væri, án þessarar baráttu gegn
hægri mönnum og endurskoðunarstefnunni hefði „stóra stökkið" ekki verið
mögulegt. Því ef þessir undanhaldsmenn hefðu fengið að útbreiða kenningar
sínar í friði, hefði það valdið hiki, þar sem mótstaðan er minnst og hlotið að
spilla þeim algera einhug, hiklausu djörfung og eldmóði, sem nauðsynlegt sé
til þess að skapa slík aldahvörf og nú eru að gerast í Kína.
Eg held að Kommúnistaflokkurinn hafi notað uppsteyt hægri mannanna
sem tækifæri til þess að hefja hugmyndalega sókn, fræða þjóðina um marx-
ismann, ala hana upp í sósíaliskum anda og hervæða hana andlega í barátt-
unni uin „stóra stökkið“.
í erindi, sem ég hélt í heimspekideild vísindaakademíunnar í Peking, lagði
ég mikla áherzlu á mikilvægi hins huglæga og meðvitaða þáttar mannsins í
verðandi sögunnar. Ég hefði ekki getað nefnt neitt dæmi úr veraldarsögunni,
er sannaði mál mitt jafnrækilega og það, sem ég sá í Kína. „Þegar hugmyndin
nær tökum á fjöldanum, verður hún að efnislegu valdi,“ segir Marx. Það er
einmitt þetta, sem hefur gerzt í Kína. Og hvílíkt reginafl. Til er kínverskt mál-
tæki, sem hljóðar svo: „Þegar fólkið dregur andann, verður stormur, og þegar
fólkið stappar niður fætinum, skelfur jörðin.“ Það er til vitnis um, að kín-
41