Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
búnaðar og á sviði menningar- og fræðslumála, svo að vér getum framkvæmt
tæknibyltinguna og menningarbyltinguna og skref fyrir skref afnumið mis-
muninn milli sveita og borga og milli andlegrar og líkamlegrar vinnu.
Jafnframt því, sem hin samfélagslega framleiðsla nálgast það að skapa
nægtir afurða og í þeim mæli sem vitundarlíf fólksins kemst á hærra pólitiskt
þroskastig, mun breytingin frá meginreglunni: „Hver og einn leggur af mörk-
urn eftir hæfileikum og ber úr býtum eftir afköstum,“ til reglunnar: „Hver og
einn leggur af mörkum eftir hæfileikum og ber úr býtum eftir þörfum,“ verða
framkvæmd skref fyrir skref.“
Spútnik-kommúnan hefur að ýmsu leyti verið tekin til fyrirmyndar. I henni
eru 9300 fjölskyldur, alls um 43 þúsund manns.
Þessi hreyfing fór eins og eldur í sinu um allt landið. Hraðinn var raunar
svo mikill að líkingin fer að verða hæpin. Það var ekki fyrr en í júlí og ágúst
sem hin mikla skriða hófst. I lok september var svo komið að yfir 90% bænda
voru skipulagðir i yfir 23 þúsund kommúnum. Fyrir áramót voru kommúnurn-
ar orðnar 26 þúsund og tóku til 98% bændastéttarinnar. Tala samyrkjubú-
anna hafði hins vegar verið 750 þúsund. Konnnúnurnar eru mjög mismunandi
stórar, félagatala þeirra er allt frá 5 þúsund upp í 100 þúsund. 8—-10 þúsund
fjölskyldur þótti ekki óhófleg stærð.
Munurinn á samyrkjubúum og kommúnum er í aðalalriðum þessi:
1. Kommúnurnar fást ekki einungis við landbúnað, heldur líka iðnað, verzl-
un, menningar- og fræðslumál og hermál. Þær sameina í eitt allar helztu grein-
ar framleiðslu og þjóðfélagslegra verkefna.
2. Konnnúnan er jafnframt stjórnmálaleg eining. Stjórnarumdæmi og
kommúna er eitt og hið sama, og stjórn kommúnunnar er héraðsstjórn um
leið. Á þessu sést bezt að kommúnunni er ætlað að vera grunneining og und-
irstaða kínversks þjóðfélags.
3. Einkaeignarétturinn er svo að segja ekki lengur til í kommúnunum, að
minnsta kosti í mörgum þeirra. Viðast munu bændur hafa afhent þeim til eign-
ar þær smáspildur lands, sem voru í einkaeign þeirra. Einkaeignarétturinn
takmarkast oft við nokkur hænsn eða aðra alifugla. Landið og framleiðslu-
tækin eru nú yfirleitt talin eign konunúnanna, en innan 3—4 ára á að breyta
þessari félagseign í alþjóðareign. í konunúnunni, sem ég heimsótti, litu þeir
þegar á landið og framleiðslutækin sem alþjóðareign.
4. Kommúnan er í ríkum mæli sem ein fjölskylda, hún sér sameiginlega fyr-
ir þörfum fjölskyldnanna og hefur breytt fyrri fjölskyldustörfum í félagslega
vinnu og þjónustu. Það hefur verið komið upp vöggustofum og dagheimilum,
30