Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 61
ÞÆTTIR UM MANNANOFN OG NAFNGIFTIR áhrif, þótt slík nöfn heyri til undan- tekninga, sem hér verða talin upp á eftir og voru í notkun við upphaf 18. aldar: Drysíana, Togíana, Lisebet, Rustikus, Emerentíana, Alexíus, Reinholt, Gloríant, Karítas, Kaprasí- us, Athanasíus, Pantaleon. Þessi nöfn, sem nú voru síðast talin, eru af augljósum orsökum ekki íslenzk. Þau hafa aldrei orðið almenn, enda fara þau illa í munni. Um tökunöfn virðist eðlilegt, að þeirri reglu sé beitt, að þau séu talin íslenzk, ef þau hafa lengi verið notuð og bera íslenzkan svip. Sum úllendu nöfnin, sem borizt hafa hingað síðastliðna öld, eru svo ís- lenzkuleg, að þau bera að engu leyti útlendan uppruna sinn með sér. Svo er um nöfnin Oskar og Hilmar. En mörg útlendu tökunöfnin eru svo annarleg, að þau mega teljast óþol- andi, og gegn þeim ófögnuði var nafnalögunum beitt og prestum falið að sjá um, að þau væru ekki notuð. 6 A Islandi eins og raunar víðar hef- ur sá siður haldizt, að börn séu látin heita eftir ættingjum, einkum þeim sem látnir eru. Siður þessi er æva- forn, og mun hann eiga rætur sínar að rekja til þeirrar trúar, að menn yrðu endurbornir og hamingja þeirra fylgdi nafni. í þessu sambandi er skemmtilegt að rifja upp söguna af Þorvaldi í P—'na, föður Gizurar jarls. Gizur fæddist nokkru eftir fall Kolbeins Tumasonar, og segir í Sturl- ungu, að menn töluðu um það við Þorvald, að hann léti kalla sveininn eftir Kolbeini. Þorvaldur svaraði: „Eigi mun minn sonur verða jafnvel menntur sem Kolbeinn. En þó hafa það vitrir menn mælt, að menn skyldi eigi kalla sonu sína eftir þeim mönn- um, er skjótt verða af heimi kallaðir. Mun ég son minn láta heita Gizur, því að lítt hafa þeir aukvisar verið í Haukdælaætt, er svo hafa heitið hér til.“ Þorvaldur hefur því óttazt, að hamingjuleysi fylgdi nafni Kolbeins, en Gizur var ættnafn og hafði reynzt Haukdælum vel. Þorvaldur hefur vænzt þess, að sonur hans myndi hljóta eitthvað af gæfu þeirra for- feðra hans, sem svo höfðu heitið. En meðal þeirra voru Gizur Hallsson, lögsögumaður og fræðimaður og ein helzta stoð Skálholtsstóls, faðir Þor- valds, og Gizur hvíti, leiðtogi krist- inna manna á alþingi árið 1000. Þriðji Haukdælinn, sem borið hafði þetta nafn, var Gizur ísleifsson biskup. Ræktarsemi við gömul ættnöfn mun ekki sízt eiga þátt í því, hve forn nöfn hafa verið hér lífseig. í sumum ættum má sjá, að sömu nöfnin hafa haldizt um marga ættliði; ef til væru fullkomnar ættskrár yfir íslendinga frá landnámsöld og fram á okkar daga, mætti eflaust margt af því ráða um varðveizlu nafnanna. En hvar sem 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.