Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 48
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ráða enn yfir. Bæjarkommúnurnar eru frekar undantekning, og nú berast frétt-
ir um bað, að fyririnæli hafi verið gefin um að fara um sinn hægt í sakirnar
í þeim efnum. Munurinn á kommúnunum og þeim samtökum sem eru fyrir-
rennarar þeirra, og enn eru algengust í borgum Kína, er einkuin fólginn í því,
að áður varð hver fjölskylda að mestu að siá um sig sjálf, en í kommúnunum
er séð fyrir flestum þörfum fjölskyldunnar, sameiginleg fræðsla, matargerð,
hreinlætisþjónusta o. s. frv., og vandamál hverrar fjölskyldu tekin til með-
ferðar sameiginlega. Það sem hér fer á eftir, tók ég, að ég hygg, nokkurn veg-
inn orðrétt upp eftir formanni kommúnunnar í Hanká:
„Hér er um að ræða að breyta litlu fjölskyldunni í stóra fjölskyldu,“ sagði
hann. „Ef t. d. fjölskylda á saumavél, fer hún á verkstæði konnnúnunnar. Aður
en konnnúnan var stofnuð átti hver og einn vélina áfram, enda þótt hann léti
hana á verkstæðið. Nú er hún eign kommúnunnar. Saumavélin er þó greidd
fyrri eiganda smátt og smátt með viðbótargreiðslu á launin. Smærri hlutir og
verkfæri, sem heimilin afhenda verkstæðum kommúnunnar, eru oftast gefnir.
Það er ekki unnt að gera sér í hugarlund, hvernig kommúnisminn muni verða
í einstökum atriðum í framtíðinni, en hér er um að ræða að skipuleggja neyzl-
una og þjónustuna vegna daglegra þarfa í aðalatriðum eftir kommúniskum
leiðum.“
Eitt af því, sem mér er minnisstæðast, eru gamalmennaheimilin. Ekki vegna
heimilanna sjálfra. Þau mundu þykja heldur fátækleg á okkar mælikvarða,
enda þótt vel sé að gamalmennunum búið á kvarða þeirra lifsvenja, sem þarna
tíðkast. En það eru gamalmennin sjálf, sem mér munu seint úr minni líða.
Sjaldan hef ég séð svo innilega glaðar manneskjur. Mörg þeirra voru einstæð-
ingar, sem ekki áttu neinn að, sem skylt væri að sjá þeim farborða í ellinni.
Hefði byltingin ekki orðið, mundu þau ekki hafa átt annars úrkosta en að
ganga út og betla. Þau höfðu kviðið ellinni, sem skelfilegri ógæfu. En nú er
vel fyrir þeim séð, þau skortir ekkert, og það er ekki litið á þetta sem ölmusu,
heldur sem skýlausan rétt. Þetta er þeim meiri hamingja en þau höfðu ímynd-
unarafl til að láta sig dreyma um fyrir frelsunina. Þakklæti þeirra átti sér
engin takmörk. Þau kalla þetta „sæluheimili“.
Ég minntist á veginn í Hopei-fylki, sem lagður var á 36 klukkustundum.
Þetta er í rauninni ekki nema eitt lítið dæmi þess, sem nú er að gerast víðs-
vegar um Kína í miklu stærri stíl, með þátttöku borga og sveita. Ég skal aðeins
nefna eitt dæmi um slíkt stórvirki, sem ég átti kost á að sjá að mestu leyti
fullgert. Það er stíflugarðurinn mikli við Ming-keisaragrafirnar í nágrenni
Pekings.
38