Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Side 23
ÞATTURINN AF MANNINUM I RUMINU ... til útgefandans sem átti heima í öðr- um bæjarhluta. Þegar hann kom loksins þangað hafði forleggjarinn farið niður í kjallara til að snerpa á miðstöðinni því bað var orðið ári kalt úli. og hann hafði setið í stofunni sinni og hlustað á Chopin. Kona hans fór niður og sagði við hann í stórum og fögrum rauðviði klæddum miðstöðvarklefanum sem sómdi fyrirmanni í landi voru: Heldurðu að liann sé ekki kominn aftur þessi gamli maður. Æ, sagði útgefandinn. Hvað viltu? sagði konan og vings- aði inniskónum á öðrum fætinum. Segðu að ég sé nýfarinn út, sagði hann. Heyrðu annars, kallar liann eft- ir henni: hjóddu honum inn í stofu og gefðu honum vindil kallgreyinu og sjerríglas. Hún gerir svo. Gamli maðurinn settist, og börnin á heimilinu fóru að leika sér að staul- ast um með stafina hans tvo. Síðan fóru þau í fánaleik, bundu bleika silkislaufu af annarri vinnukonunni á annan stafinn og sögðu: Fram þjáðir menn í þúsund löndum, habahaha! En gamli maðurinn fékk svo stóran vindil að hann var næstum búinn að reka liann í flygilinn þegar hann ætl- aði að fara að kveikja í honum. Nei, Jón minn, segir konan, og fann það ráð að opna gluggann. (Þá var aftur komið milt og hlýtt veður úti) — Og láta vindilinn hanga út um gluggann. Hún var ósköp elskuleg í verunni, blessuð konan, og i hjarta sínu hafði hún ekki gleymt uppruna sínum meðal bændafólks í fátækri sveit og því að maðurinn kom þangað að biðja hennar sem nýlærður renni- smiður. Því hljóp hún upp á loft til að kveikja í vindli gamla mannsins þaðan með blysi einu sem hafði til allrar hamingju gleymzt i ærslum ára- mótafagnaðarins árið áður. Þess var ekki mjög langt að bíða að bókin kæmi út. En þá var gamli maðurinn orðinn svo slæmur í fótunum (eldri sem því munaði I að hann gat ekki Iengur staulazt um. Þá var hringt í bróður hans samfeðra sem var bjargálna bóndi upp í sveit: Þú verður að sækja kallinn. Hann er orðinn svo mikill ræfill að enginn getur haft hann leng- ur. Þá það, svaraði bróðirinn og kom í jeppa sínum. En hvað átti að gera við vindilinn? Gamli maðurinn var ekki nærri búinn með hann þótt hann reykti hann stundarlangt á hverju kvöldi. Um þetta leyti hafði snjóað. Landið var allt hvítt eins og óskrifað- ur pappír. Bóndinn fékk lánaðan sleða og batt hann aftan í jeppann, en jrað hrökk of skanunt jrví vindillinn hefði staðið langt aftur af honum og dregizt eftir snjónum. Þegar þeir voru að vandræðast út af þessu kvisaðist út um borgina að 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.