Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Side 74
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR orðiS fyrir, væri unnt að fylgjast með þróuninni frá ópersónulegri skáldskap- arerfð til meðvitaðrar höfundarstarfsemi. En þvílík samfélög hafa um langan aldur ekki verið til á jarðarkringlunni. Auk þess er ákaflega trúlegt að slíkt sjálfkrafa „skref“ mundi lengjast og taka mjög langan tíma, ef til vill heilt árþúsund. En garnlar varðveittar bókmenntir, og framar öllu hinar sérkennilegustu og auðugustu þeirra, forníslenzkar bókmenntir, varpa ljósi á þróunarsögu höf- undarsj álfsvitundar. Fyrst og fremst er auðsætt að það er ekki ritlistin sem kemur einstaklingn- um í skilning um að hann er höfundur. Skrefið frá ópersónulegri bókmennta- iðju til einstaklingsbundinnar höfundarstarfsemi er auðsjáanlega stigið löngu fyrir ritöld. Kveðskapur dróttkvæðaskáldanna hefur frá upphafi verið tengd- ur höfundum sínum, einstaklingunum, og hann var til þegar á fyrra helmingi 9. aldar, eða meira en 200 árum áður en ritöld hófst á Islandi. Slíkur persónu- legur kveðskapur fyrir ritöld skiptir hér í rauninni höfuðmáli og getur varpað ljósi á það hvernig persónuleg höfundarmennska varð til. (Hér er að sjálf- sögðu átt við almenna eiginleika slíks kveðskapar, en ekki einstaka höfunda né einstök verk.) Samkvæmt þeirri hugmynd um bókmenntaþróun sem almennust er, hlutu eðlileiki, einfaldleiki og sem nánust tengsl við þjóðfræði, að vera einkenni á verkum elztu höfunda, það er elztu bókmenntum, en íburður, formfágun, til- gerð hins vegar einkenni bókmennta er lifað hafa sitt fegursta. Hugmynd þessi virðist við fyrstu sýn ómótmælanleg. Gallinn er sá einn að hún virðist það aðeins við fyrstu sýn og að staöreyndirnar mæla gegn henni. Elztu höfundarverk, það er hinn elzta persónulega kveðskap (elztu höfund- arverkin eru alltaf kveðskapur), einkenna venjulega mikill íburður og form- fágun. Einna augljósast er þetta í dróttkvæðum. TilgerÖ skáldastílsins og drótt- kvæðalistarinnar er alkunn. Ollum kröftum skáldanna var auðsjáanlega ein- beitt að fágun formsins, næstum óháð efni. Þetta kemur fram þegar bókstafleg merking kenningar svarar ekki til efnis vísunnar eða er jafnvel öfugrar merk- ingar. Hingað til hefur verið talið að þessi „ofvöxtur formsins“, sem er ein- kenni dróttkvæða, væri eins konar leikur náttúrunar, hvort sem það væri af tilviljun eða sérstökum skilyrðum bundið. Þessi ofvöxtur forms er einkenni dróttkvæða alla tíð, eða um meira en fimrn alda skeiö og ef til vill mun lengur, því að þau gengu að erföum, og venjur þeirra, sem voru yfirleitt mjög fastar, varðveittust á Islandi enn um tvær aldir eftir upphaf ritaldar. Þau ná því yfir mikið tímabil í bókmenntasögunni fyrir ritöld. Sá ofvöxtur formsins sem er 64
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.