Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Síða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Síða 4
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Ráðamenn blaðsins hafa einkar langa og nærtæka reynslu í þessum efnum. Um eina hlið þeirrar reynslu geta þeir þó ekki: það er að segja um þá aðild sem þeir hafa sjálfir átt að því að leggja fjárhagslíf landsins í þær alþjóðlegu þvingunartengur sem það er í. Þá voru þeir ekki hræddir við „stjórnmálaskilyrðin“. Enginn skuggi féll á gleði núverandi forsætisráðherra þegar hann lýsti yfir því árið 1941 við alþingisumræður um hinn svo- nefnda herverndarsamning við Bandaríkin, að héðan af væri „borgið afkomu þjóðarinnar í atvinnu- og fjármálum", borgið á erlenda ábyrgð. Til þess að hinir alþjóðlegu lánardrottnar nái því pólitíska taki á ríki sem þeim er hag- kvæmt þarf nefnilega aðstoð og skilning valdamanna innan þess ríkis. Að vísu voru til þeir sálufélagar Morgunblaðsins sem vildu fara styttri leið að þessu marki en farin var, til dæmis sá öðlingur sem skrifaði í annað dagblað árið 1945 að kaup á framleiðslutækjum væru „lokaráð, landráð og svikráð gagnvart almenningi og núverandi ])jóðskipulagi“. Minna mátti kannski gagn gera, og komizt hefur þótt hægar færi. En nú skal stungið við fótum, segir Morgunblaðið: brátt munu íslenzkir utanríkisráð- herrar geta staðið uppréttir fyrir framan lánardrottnana; þeir munu geta markað íslenzkri utanríkisstefnu braut án þess að liafa yfir höfði sér síreidda svipu ríkisgjaldþrotsins. — Og hver eru þau snilldarráð sem leysa munu vandann? Þegar þetta er skrifað liggur að vísu ekki ljóst fyrir hvernig þau verða í öllum atriðum, en eitt er greinilegt af undanförnum ræðum og skrifum stjórnarforkólfa: samnefnari þeirra ráða verður: „frjáls" viðskipti, „frjáls verzlun"; binum gamla og þjakaða liaus efnahagslegs líberalisma skýtur nú upp úr löngu kafi. Islendingum er nauðsynlegt að gera sér sem skýrasta grein fyrir því livað felst í þessu tali um frelsi efnahagslífsins, og hvaða áhrif það hefði ef líberalisminn væri innleiddur á Islandi. Tímaritið vonast til að geta innan skamms veitt nokkra fræðslu um þessi efni, en bendir nú aðeins á tvö mikilsverð atriði. Það er rétt að hinn hagfræðilegi líberalismi nýtur nú allgóðs byrjar í Vestur-Evrópu, en það er bein afleiðing af því að mörg höfuðlönd þar um slóðir hafa um sinn gengið stjórn- málalega í afturhaldsátt: íhaldsstjórn hefur setið að völdum í Bretlandi um alllangt skeið; hálffasistisk stjórn komst til valda með fasistiskum aðferðum í Frakklandi; og Adenauer spyrnir við fótum af öllu afli í Þýzkalandi. Hin hagfræðilega frelsisalda hefur raunar ekki stuðlað að sátt og samlyndi á þessu kærleiksheimili afturhaldsins, heldur liefur hún klofið það í tvær helftir, og má segja, að Þýzkaland og Frakkland liafi forustuna í annarri, en Bretland í hinni. Nú er mikið talað um að þessi tvö svæði þurfi að sameinast, en það er þó enganveginn víst að svo verði. Það getur allt eins farið svo að viðskiptastríð hefjist milli „sexveldanna" og „sjöveldanna“. íslenzkir ráðamenn hafa að vísu látið sem svo að Islandi væri ófært að gerast aðili að fríverzlunarsvæði eða tollabandalagi, en hinsvegar liafa þeir meðmælendur líberalisma á Islandi, sem rökréttari eru í hugsun, enga dul dregið á það að aðild að öðru þessara bandalaga væri óbjákvæmilegur fylgifiskur „frjáls við- skiptalífs". —• Það verður að hafa það í huga að hinn yfirlýsti pólitíski tilgangur með stofnun að minnsta kosti annarrar þeirra viðskiptaheilda sem um er að ræða (tollabanda- lags sexveldanna) er sá að lialda niðri frjálslyndum og sósíalistiskum öflum aðildarríkj- anna. Efnahagslegt ofurefli og katólskt afturhald Þýzkalands skal verða mótvægi við hin- um sterku samtökum verkalýðsins á Italíu og Frakklandi, sem mjög hafa verið liinum al- þjóðlega kapítalisma þyrnir í auga. Hitt bandalagið, með Bretland í broddi fylkingar, hef- 194
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.