Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 26
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR næturinnar að manninn reynir. Og það þarf ekki að birta það sem nýjan sannleik, vinum og lesendum Jóhann- esar úr Kötlum, hversu hann brást við því kalli er til hans kom, né held- ur liver áhrif sú herkvöð hafði á stærð hans og gildi sem skálds og listamanns. Og þó skal það sagt ber- um orðum, að við þá vígslu sem hann tók, og vissulega átti eftir að baka lionum marga harða raun, óx hann til slíkrar stærðar að þjóð hans mun vafalítið ekki bera gæfu til þess að sjá það og viðurkenna heil og óskipt, fvrr en átök dagsins í dag eru gengin til jafnvægis. — Er það engi nýlunda í heimi vorum að sjáendur og bar- áttumenn hljóta þá fyrst lárviðar- sveiginn, þegar hann er lagður, — ekki um höfuð þeirra, heldur á gróna gröf. En látið ykkur ekki koma til hugar að Jóhannesi úr Kötlum ægi slíkt hlutskipti. Veit hann vel að sá senr beitir list sinni sem vopni gegn mátt- arvöldum sinnar samtíðar, má búast við öllu því mótlæti og hindrunum, sem þau máttarvöld eru fær um að tefla fram, og ekkert íslenzkt skáld seinni alda, hefur varpað ljósi sög- unnar af meiri skýrleik á atburði líð- andi stundar, en Jóhannes, ckki í myrku vonleysi, heldur þei; ri trú, sem veit að stundum er ósigurinn undanfari mikils sigurs: Við hækkandi sólris þær hetjur ég sé, sem hófu í myrkrinu frelsisins óð, og mynduðu skjaldborg um vonanna vé og vorperlum stráðu á öreigans slóð, og hugheilar lögðu fram ævina alla í annanhvorn [játtinn: að sigra eða falla. í töfrandi Ijóma þær líða til mín á ljúfustu stundum míns framtíðardratims, og binda einn morguninn blómknippi sín á bökkum hins eilífa sögustraums, og rétta mér blaðsveiga blóði fáða: bikara og krónur þjáninga og dáða. Og öll þeirra fegurð í eldraun hvers dags við ósk nu'na tengist um föstukvöld löng. Þá snerta mig hendingar Ijóðs þeirra og lags sem lifandi tónar í hálfkveðnum söng. - það frelsi, er lofar oss framtíðin hjarta, skaut fyrst síntim rólum í þeirra hjarta. Vafalaust þarf ég ekki að skýra fyr- ir ykkur hvaðan þessi erindi eru tek- in því hver sá nútíma-íslendingur, sem einhverja þekkingu hefur á ljóð- mennt sinnar þjóðar, hann ætti að minnsta kosti að hafa lesið og marg- lesið og lært meira og minna úr þeirri bók Jóhannesar úr Kötlum, sem heit- ir Hrímhvíta móðir, einu hinu stærsta, rismesta og heilsteyptasta verki í íslenzkri Ijóðagerð á seinni öldum. — Þennan sannleik vita margir nú þegar, og hafa löngu gert sér ljóst að eitt er að föndra við ein- stök lítil kvæði og slípa þau þangað til gljáinn skín við birtunni, og ann- að að skila af höndum sér stórvirki og slaka þó hvergi til á kröfum. Eins og þið getið ímyndað ykkur cr nokkurra mínútna spjall af minni hálfu ekki neitt yfirlit um verk Jó- 216
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.