Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fyrsta daginn að hann gerði aldrei nema að skæna polla og það vissi bara á gott. Og pabba datt ekki skot í hug. Hann hélt, að vorið væri alkom- ið eins og allir aðrir, allir nema amma. Enginn tók mark á henni, en hún hafði spáð skoti — og spáin rætt- ist. Svona var hann búinn að vera í viku. Og þó var lóan komin og búin að segja bí-bí. Líka dýrðin, dýrðin, þó hún væri smámælt á því eins og krakki. Meira að segja sjálfur spóinn var kominn, og það hafði verið óbrigðult hingað til, minnsta kosti, þegar hann var búinn að langvella, — og drengurinn hafði sjálfur heyrt hann langvella úti í Gömlu-mógröf- um. Það var þá ekkert að marka vís- una, og þó hafði amma kennt honum hana. Líklega var ekki að marka neitt. Fólkið var búið að bjóða gleði- legt sumar, brosa hvert framan í ann- að og gera að gamni sínu einsog kom- inn væri sláttur. Kötturinn reisti geislaspjót og hundurinn lék sér að reiptaglsspotta. Engum datt vetur í hug — nema ömmu. Hún réri á rúminu sínu og tuldraði og spáði, — spáði skoti. Ekki nóg með það. Hún dró seim- inn lengi og bætti við: — Þó mín föt fúni, þá sanniði til: Það má mikið vera, ef það verður nokkur sumartíð á þessu misseri, — já, þið hlæið — en sanniði til, þó mínir fætur kólni------ Þetta sagði hún. Og það gat vel rætzt, allt saman. Þá yrði ekkert sumar. * Drengurinn skreið undir gaddavír og festi úlpuna óþyrmilega á. Hann rykkti sér lausum svo söng í strengn- um, og hann stanzaði og horfði á hvernig hann skalf og titraði, svo að þeir sýndust margir strengirnir, með- an hljómurinn dó í vindinn. Flipinn hékk á göddunum, og það stóð í hann eins og segl og small í honum eins og svipunni hreppstjórans. Drengurinn rak upp hlátur, alveg ósjálfrátt. Honum hnykkti við, þegar hann heyrði til sjálfs sín. Hann hafði hlegið alveg eins og pabbi hló úti í hlöðu í gærkvöldi. Það bergmálaði meira að segja einhversstaðar holt og háðslega, eins og í tómri hlöðunni, og ískraði uppi yfir honum eins og í ryðguðu nöglunum í fúnum og slök- um langböndunum -—- —- Drengurinn varð hræddur og hljóp í spretti niður melinn. Það brast í hverju spori, hann sökk í skóvarp og hvassir holklakabroddarnir nældu í selskinnsskóna hans, einsog þeir vildu halda honum föstum. í mýrinni hægði hann á sér og stakk höndunum í vasana. Það var ekki karlmannlegt að láta svona út af engu. Hann fór krákustíga út á ísinn í 232
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.