Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
fyrsta daginn að hann gerði aldrei
nema að skæna polla og það vissi
bara á gott. Og pabba datt ekki skot í
hug. Hann hélt, að vorið væri alkom-
ið eins og allir aðrir, allir nema
amma. Enginn tók mark á henni, en
hún hafði spáð skoti — og spáin rætt-
ist. Svona var hann búinn að vera í
viku. Og þó var lóan komin og búin
að segja bí-bí. Líka dýrðin, dýrðin,
þó hún væri smámælt á því eins og
krakki. Meira að segja sjálfur spóinn
var kominn, og það hafði verið
óbrigðult hingað til, minnsta kosti,
þegar hann var búinn að langvella,
— og drengurinn hafði sjálfur heyrt
hann langvella úti í Gömlu-mógröf-
um.
Það var þá ekkert að marka vís-
una, og þó hafði amma kennt honum
hana. Líklega var ekki að marka
neitt. Fólkið var búið að bjóða gleði-
legt sumar, brosa hvert framan í ann-
að og gera að gamni sínu einsog kom-
inn væri sláttur. Kötturinn reisti
geislaspjót og hundurinn lék sér að
reiptaglsspotta. Engum datt vetur í
hug — nema ömmu.
Hún réri á rúminu sínu og tuldraði
og spáði, — spáði skoti.
Ekki nóg með það. Hún dró seim-
inn lengi og bætti við:
— Þó mín föt fúni, þá sanniði til:
Það má mikið vera, ef það verður
nokkur sumartíð á þessu misseri, —
já, þið hlæið — en sanniði til, þó
mínir fætur kólni------
Þetta sagði hún. Og það gat vel
rætzt, allt saman.
Þá yrði ekkert sumar.
*
Drengurinn skreið undir gaddavír
og festi úlpuna óþyrmilega á. Hann
rykkti sér lausum svo söng í strengn-
um, og hann stanzaði og horfði á
hvernig hann skalf og titraði, svo að
þeir sýndust margir strengirnir, með-
an hljómurinn dó í vindinn. Flipinn
hékk á göddunum, og það stóð í hann
eins og segl og small í honum eins og
svipunni hreppstjórans.
Drengurinn rak upp hlátur, alveg
ósjálfrátt. Honum hnykkti við, þegar
hann heyrði til sjálfs sín. Hann hafði
hlegið alveg eins og pabbi hló úti í
hlöðu í gærkvöldi. Það bergmálaði
meira að segja einhversstaðar holt og
háðslega, eins og í tómri hlöðunni, og
ískraði uppi yfir honum eins og í
ryðguðu nöglunum í fúnum og slök-
um langböndunum -—- —-
Drengurinn varð hræddur og hljóp
í spretti niður melinn. Það brast í
hverju spori, hann sökk í skóvarp og
hvassir holklakabroddarnir nældu í
selskinnsskóna hans, einsog þeir
vildu halda honum föstum.
í mýrinni hægði hann á sér og
stakk höndunum í vasana. Það var
ekki karlmannlegt að láta svona út af
engu.
Hann fór krákustíga út á ísinn í
232