Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 43
SKERPLA þúfnaskorunum og spyrnti við, til að vita, hvað hann þyldi. Að honum skyldi nokkurntíma hafa þótt gaman að ís og snjó! Nei, það var ekki gaman að því — bezt að sjá aldrei neitt af því tagi. Hann fjaðraði á tánum og lét sig skella niður á hælana, og hemið svignaði undir honum og brakaði í því endilöngu. Hann skyldi brjóta allan ófétis ís- inn, að minnsta kosti setja brest í — — hana! Þar pompaði hann niður úr, og á bólakaf upp á kálfa. Hann brölti uppúr og stiklaði frá skörinni, rennvotur. Enn var þó til ófrosið vatn í heiminum — mikið var! Drengurinn horfði á það bulla upp úr skóblöðrunum, ötuðum mýra- rauða og sortu. Rennvotir sokkarnir byrjuðu óðar að stirðna og hríma. Drengurinn beit á jaxlinn. — Helvíti! skyrpti hann útúr sér. Hann greip andann á lofti og tók ósjálfrátt fyrir kverkarnar. Þar kom að því! Hann hafði sagt það upphátt! A leið til kinda um sauðburð! Hann hafði blótað þegar verst gegndi. Þó að hann hefði oft heyrt þetta orð og jafnvel haft það yfir í huganum stundum, þegar hann var ógurlega reiður, þá hraus honum alltaf hugur við því, og hann áræddi aldrei að segja það upphátt. Nú kæmi eitthvað hræðilegt fyrir! Hann varð að biðja guð strax. Bláar, magrar hendurnar spenntu greipar, og fölt og tekið andlitið varð enn áhyggjufyllra, meðan hann stundi upp stuttri fyrirgefningarbón til guðs. Svo skondraði hann af stað, nú eftir þúfnakollunum, og reyndi að þurrka af sér ryðrauða og blásvarta efjuna á öskulitri sinunni. • I gulskellóttum seyrujaðri fyrir neðan holtið grillti drengurinn í ein- hverja dökkleita þúst. Hann sá fljótt að það var kind. Hún hringsólaði þarna á sama blettinum og snerist um sjálfa sig eins og vankagemlingur. Hann greikkaði sporið og álengdar þekkti hann Brúsku sína, gimbrina, sem honum hafði verið gefin í haust og var fyrsta kindin hans. Hann hafði skírt hana Brúsku, af því að hún hafði hörkubrúsk, og það þótti gott fjárbragð. Hún var blökk á lagðinn, óhrein og blóðug á botninn — hún var þá bor- in! Hann varð glaður við, tók til fótanna og kallaði í hana með nafni. Gimbrin leit upp fælnislega og ætl- aði að taka sprettinn, en snarstanzaði og stóð svo framaní honum. Dreng- urinn læddist til hennar á tánum fet fyrir fet, varkár og hátíðlegur, og rétti fram hendurnar. - Brúska! Brúskutetur! Kinda- kind! Hún sneri við og rásaði nokkur 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.