Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 48

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 48
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Farðu nú með þær niður á Bala og líttu eftir þeim. Pabbi hans sneri við og hvarf inn í hlöðuna aftur, áður en drengurinn gat spurt meira. Hann sá, að hvítt lambsskinn var breitt yfir bakið á nýja lambinu og fest undir kvið. Hann skildi. Það átti að plata Brúsku. Hann greip smalaprikið sitt og hélt á eftir henni. Seppi lagðist undir hestasteininn og horfði á eftir þeim. Drengnum sýndist hann vera hálfmóðgaður á svipinn. Honum datt í hug að snúa við og klappa seppa, en hætti við það. Það er ekki hægt að gera allt í einu, svo hann hljóp á eftir Brúsku, en passaði sig þó að stíga ekki ofan á sóleyjarnar á leiðinni. Niðri á Bala settist hann á mjúka móaþúfu og horfði á Brúsku og nýju lambadrottn- inguna. Brúska var tortryggin gagn- vart lambinu. Hún sparkaði því um koll þegar það reyndi að sjúga. Síð- an hnubbaði hún litlu kibbu svo illskulega, að drengurinn hélt, að hún ætlaði að drepa hana. Hann tvíhenti prikið sitt og var næstum búinn að blóta upphátt. Svo hrakti hann Brúsku burtu með höggum og sparki. Samt sneri hún við von bráðar og kom lötrandi, smáþefandi upp úr jörðinni og kumraði framúr nösun- um. Hún var sneypuleg á svipinn, þegar hún þefaði af lambinu. Dreng- urinn beið með prikið á lofti tilbúinn til atlögu. Brúska skoðaði lambið vandlega, heldur en ekki vantrúuð og spurnar- Ieg. Allt í einu strauk hún snopp- unni eftir bjálfanum og svipurinn breyttist á augabragði. Langleitt sauðarandlitið Ijómaði af undrun, á- kefð og gleði. Svo kumraði hún með hrygluróm, alveg eins og gamalhrút- ur, og nú fékk lambið að sjúga. Nokkru seinna reyndi hann að ná lambinu til að strjúka því, en Brúska fnæsti og skopaði skeið að honum og stangaði hann óþyrmilega. Svo stapp- aði hún og fnæsti. Hún þefaði af lambinu og leit svo á hann með dæmalausri fyrirlitningu. Drengnum fannst hún yfirtak heimskuleg í fram- an. 0, aumingja greyið. Það var ekki von hún væri gáfuleg. Hún yrði aldr- ei forystuær, — það var hann búinn að sjá. Hann fann, að hann hafði hér ekk- ert meira að gera, og sneri heim, tregur og dálítið stúrinn. Það hefði verið svo gaman að skoða lambið og strjúka það, og halda á því. Svona var þá Brúska. Hann dinglaði prikinu og horfði á lóuhjón, sem hlupu í móanum og kvökuðu glaðlega. Hann reif upp mosa og henti í þau. Þau flugu upp og settust aftur spölkorn fjær. Dreng- urinn heyrði þyt af fugli yfir höfði sér. Þessi fugl sagði: — Vibb-ibb, vibb-ibb, vibb-ibb. Það var hrossagaukur, spáfuglinn. Hann flaug hærra og hærra og vængj- 238
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.