Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 58
GISLI ASMUNDSSON
Pólska alþýðulýðveldið 15 ára
EGAR skyggnzt er um sögu Evrópu
síðustu tvær aldirnar, finnst
manni fljótt á litið með ólíkindum,
hversu sköpum hefur verið misskipt
milli þjóða álfunnar á þessu tímabili.
I sumra hlut hafa komið öll hin dýr-
ustu hnoss þessa mikla framfaratíma-
bils: þjóðfrelsi, friður, örar tækni-
framfarir, batnandi lífskjör, menn-
ing, en aðrar, kannski næstu grannar
hinna lánsömu, hafa ekki séð út úr
óláninu. I síðari flokknum eru Pól-
verjar. A þeim hefur mætt hvert ólán-
ið af öðru. Á síðari hluta 18. aldar
var landinu skipt milli nágrannastór-
velda, og erlendri undirokun linnti
ekki fyrr en 1918. Allar uppreisnir
voru bældar niður með harðri hendi,
og þetta tímabil til enda var landið
vanyrkt og aftur úr.
Stofnun lýðveldis í lok fyrri heims-
styrjaldar vakti bjartar vonir, eink-
um hjá hinni tiltölulega fámennu
borgarastétt landsins. Nú átti brautin
að vera greið fram undan til skjótra
framfara og menningar á vesturevr-
ópska vísu. Hið endurreista PóIIand
leit til Frakklands sem hinnar miklu
fyrirmyndar og forusturíkis og tengd-
ist því nánum pólitískum, hernaðar-
legum og viðskiptalegum böndum. Og
svo sem til að sanna hlutgengi Pól-
lands rneðal vestrænna þjóða var far-
ið með ófrið á hendur hinu unga al-
þýðuríki í austri og innlimaður í hið
pólska þjóðríki einn tugur milljóna
manna af framandi þjóðerni.
Pólland hafði frá náttúrunnar
hendi góð skilyrði til blómlegs at-
vinnulífs, og þar eð það átti einnig
greiðan aðgang að frönsku lánsfé,
var þess vænzt, að kapítalistískir
framleiðsluhættir mundu á skömm-
um tíma breyta hinu vanyrkta landi í
nýtízku iðnaðarríki. En sú varð ekki
raunin á. Skriðurinn fór áður en
varði af framförunum, hið kapítalist-
íska góðæri var aðeins stund milli
stríða, heimskreppan skall yfir með
atvinnuleysi og örbirgð milljóm
manna. Kapítalisminn færði alþýðu
Póllands engar kjarabætur. Árlega
streymdi um hálft annað hundrað
þúsunda alþýðumanna úr landi til að
vinna hina lægst launuðu erfiðisvinnu
í Vestur-Evrópu. 1938, 20 árum eftir
s
248