Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 73
ÚR BLÓÐBRULLAUPI
móðirin: Mjaðarjurt þinni móður, munarspegill jarðar. Leggðu á brjóstið breiða blakkan róðukrossinn.
KONA LEONARDOS: Sveipaðu hann í silki, svalan, giltrandi skrúða. Lát þú í lófum þínum lindarvatnið gráta. Fjórir burðarmenn blikna, undir byrðinni kikna!
BRÚÐURIN: Lyfta’ henni hátt og halda heim með náinn kalda!
móðirin: telpan (í dyrunum): móðirin : Konur. Þeir koma. Æ hið sama. Krosstré Krists.
konurnar : Mildu naglar, mildi kross, Kristur veri æ með oss.
brúðurin: móðirin: Krossinn þyrmi oss, lífs og liðnum. Konur: það var kuti smár, kutalingur smár, er á miðum degi, milli klukkan tvö og þrjú, varð að bana biðlum tveim. Þetta kutakrýli, þessi kutalingur, sem ég gæti leynt í lófa liðugt smaug um skelfda vefi hæfði djúpt í holdsins myrkri heita lind við blóðsins elfur
brúðurin: þar sem innst á rauðri rót rámt og dýrslegt ópið skelfur. Og þetta kutakrýli, þessi kutalingur, sem ég gæti leynt í lófa, lítið síli, án vatns og ugga,
263