Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 77
LORCA, SKÁLDIÐ OG ÞJÓÐ HANS
hann leysti úr læðingi, varð vatn á
myllu hinna óskipulegu byltingaraíla
Spánar, hvort sem honum líkaði bet-
ur eða verr. Þessvegna álít ég að ó-
hjákvæmilegt hafi verið, að siðlaus
grimmd fasismans svifti hann lífi, og
að verk hans yrðu gunnfánar
spænskrar alþýðu ...
I upphafi borgarastyrjaldarinnar í
júlí 1936, og eftir að Lorca hafði ver-
ið skotinn í Granada, lærðu ólæsir
hermenn sögukvæði hans utanbókar.
og smáljóð hans og stemningakvæði
urðu stríðssöngvar „hinna rauðu“ . . .
Einn vina minna, hálffimmtugur
maður, sem barizt hafði með lýðveld-
ishernum frá því borgarastyrjöldin
hófst, kom stundum að heimsækja
mig í Madrid, þegar hann fékk leyfi
frá herbúðunum í Carabanchel— sex
kílómetra frá höfuðborginni. Hann
var nánast ólæs á bækur, en þegar
hann heimsótti mig var hann vanur
að draga velkt eintak af Sígauna-
söngvum Lorca upp úr vasanum og
segja: „Skýrðu þetta fyrir mér. Eg
finn á mér hvað það merkir og ég
kann það utan að, en ég get ekki
glöggvað mig á því.“ Og hann byrj-
aði að fara með ljóðið um varðsveit-
armennina, sem ryðjast inn í sígauna-
þorpið og misþyrma og drepa alsak-
laust fólk sem á sér einskis ills von . . .
„En ég skil ekki,“ sagði vinur minn,
„hversvegna skáldið vendir sínu
kvæði í kross eftir fyrstu línurnar,
einmitt þegar hefði mátt búast við að
hann færi að tala um varðsveitirnar
og alþýðuna og fátæka landbúnaðar-
verkamenn, sem varðsveitirnar bafa
misþyrmt, og alla þá verkamenn, sem
þær hafa skotið, og fer allt í einu að
tala um sígaunaþorp. Hafa varðsveit-
irnar kannski ekki misþyrmt öðrum
en sígaunum?“ ...
Þrátt fyrir mótbárur hins almenna
lesanda, sem bíður árangurslaust eft-
ir skeleggri þjóðfélagsádeilu frá
hendi skáldsins, vekur þetta Ijóð hat-
ur á siðlausri framkomu yfirvald-
anna. Hugur lesandans verður þrátt
fyrir allt vígvöllur þess sem gerist í
ljóðinu, jafnvel þótt hann líti á sí-
gauna sem duglausan og fyrirlitlegan
trantaralýð. Og þannig er um fleiri
ljóð Lorca: þau vekja uppreisnarhug
þó að ádeilan sé óbein .. .
Fyrrnefndur vinur minn kom eitt
sinn heirn til mín með félaga sinn úr
herdeildinni í Carabanchel. Þetta var
ungur maður frá Jaen, og hann hafði
sloppið úr klóm fasistanna með því
að þræða gegnum óteljandi ólífu-
lundi um hálfan Spán, unz hann
komst til Madrid og fékk vopn í hend.
ur. Hann gaf enga skýringu á því,
hversvegna hann hafði lagt þetta á
sig. Hann hafði bara fundið sig knú-
inn til þess. Hann var landbúnaðar-
verkamaður, Andalúsíumaður að
hálfu, að hálfu sígauni. Hann var
gullinn á hörund.
„Ég kom með hann til að þú gætir
lesið eitthvað fyrir hann eftir Lorca.
267