Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 77
LORCA, SKÁLDIÐ OG ÞJÓÐ HANS hann leysti úr læðingi, varð vatn á myllu hinna óskipulegu byltingaraíla Spánar, hvort sem honum líkaði bet- ur eða verr. Þessvegna álít ég að ó- hjákvæmilegt hafi verið, að siðlaus grimmd fasismans svifti hann lífi, og að verk hans yrðu gunnfánar spænskrar alþýðu ... I upphafi borgarastyrjaldarinnar í júlí 1936, og eftir að Lorca hafði ver- ið skotinn í Granada, lærðu ólæsir hermenn sögukvæði hans utanbókar. og smáljóð hans og stemningakvæði urðu stríðssöngvar „hinna rauðu“ . . . Einn vina minna, hálffimmtugur maður, sem barizt hafði með lýðveld- ishernum frá því borgarastyrjöldin hófst, kom stundum að heimsækja mig í Madrid, þegar hann fékk leyfi frá herbúðunum í Carabanchel— sex kílómetra frá höfuðborginni. Hann var nánast ólæs á bækur, en þegar hann heimsótti mig var hann vanur að draga velkt eintak af Sígauna- söngvum Lorca upp úr vasanum og segja: „Skýrðu þetta fyrir mér. Eg finn á mér hvað það merkir og ég kann það utan að, en ég get ekki glöggvað mig á því.“ Og hann byrj- aði að fara með ljóðið um varðsveit- armennina, sem ryðjast inn í sígauna- þorpið og misþyrma og drepa alsak- laust fólk sem á sér einskis ills von . . . „En ég skil ekki,“ sagði vinur minn, „hversvegna skáldið vendir sínu kvæði í kross eftir fyrstu línurnar, einmitt þegar hefði mátt búast við að hann færi að tala um varðsveitirnar og alþýðuna og fátæka landbúnaðar- verkamenn, sem varðsveitirnar bafa misþyrmt, og alla þá verkamenn, sem þær hafa skotið, og fer allt í einu að tala um sígaunaþorp. Hafa varðsveit- irnar kannski ekki misþyrmt öðrum en sígaunum?“ ... Þrátt fyrir mótbárur hins almenna lesanda, sem bíður árangurslaust eft- ir skeleggri þjóðfélagsádeilu frá hendi skáldsins, vekur þetta Ijóð hat- ur á siðlausri framkomu yfirvald- anna. Hugur lesandans verður þrátt fyrir allt vígvöllur þess sem gerist í ljóðinu, jafnvel þótt hann líti á sí- gauna sem duglausan og fyrirlitlegan trantaralýð. Og þannig er um fleiri ljóð Lorca: þau vekja uppreisnarhug þó að ádeilan sé óbein .. . Fyrrnefndur vinur minn kom eitt sinn heirn til mín með félaga sinn úr herdeildinni í Carabanchel. Þetta var ungur maður frá Jaen, og hann hafði sloppið úr klóm fasistanna með því að þræða gegnum óteljandi ólífu- lundi um hálfan Spán, unz hann komst til Madrid og fékk vopn í hend. ur. Hann gaf enga skýringu á því, hversvegna hann hafði lagt þetta á sig. Hann hafði bara fundið sig knú- inn til þess. Hann var landbúnaðar- verkamaður, Andalúsíumaður að hálfu, að hálfu sígauni. Hann var gullinn á hörund. „Ég kom með hann til að þú gætir lesið eitthvað fyrir hann eftir Lorca. 267
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.