Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 85
LORCA, SKALDIÐ OG ÞJOÐ HANS Efni leiksins, um blóðhefndina og hinn „eilífa þríhyrning“, er gamal- kunnugt. En Lorca hefur gætt það einkennum harmleiks, sem er al- spænskur í eðli sínu. Móðirin er þungamiðja þessa harmleiks. Hún er viljasterk kona, sem hefur notið samlífsins við eigin- manninn og er gripin ótta um að blóði hennar verði úthellt, — hún óttast ekki eigin dauða, heldur að ætt hennar tortímist — og hún bíður þess í ofvæni að sjá ættarmeiðinn bera nýjan ávöxt. Þessi stöðugi ótti vekur hjá henni þá tilfinningu, að yfir henni vofi grimmur örlagadómur. Feigðar- mörkuð ást hennar á öllu því sem henni tilheyrir krefst blóðhefndar. Ef sæði fjandmannanna fengi að lifa ætt hennar, jafngilti það algerri út- þurrkun. Langar aldir márísks og miðalda- kristins uppeldis, langar aldir í deiglu þjóðfélags, sem mat konuna einungis eftir sonaláni hennar, skapaði þetta viðhorf, og þau siðalögmál, sem af því leiddi, eru enn við lýði á Spáni. Móðirin í leikriti Lorca, sem vill að karlmennimir séu ofsafengnir og ástríðufullir, af því það táknar fleiri börn, fleiri syni, — hún er sannfærð um að getnaður og frjósemi séu til- gangur en ekki afleiðing holdlegrar ástar í hjónabandinu. Sonur hennar verður að gefa henni, móðurinni, barnabörn: „. . . reyndu að gleðja mig með sex barnabörnum, eða eins mörgum og þig lystir, úr því að föður þínum gafst ekki tími til að geta þau með mér.“ Hún gleðst yfir frjósemi karl- mannsins: „Föðurafi þinn lét eftir sig syni á hverju heimili í þorpinu,“ seg- ir hún stolt við son sinn. En hún álít- ur að maðurinn eigi ekki einungis að geta börn, heldur einnig að skapa líf í návist sinni, vera frjósamur í víð- tækum skilningi. Móðir og sonur hafa gengið um landareign tengdaföðurins tilvonandi og ræðast við: Sonurinn: „Þetta eru sandauðnir.“ Móðirin: „Faðir þinn hefði klætt þær skógi.“ Sonurinn: „Án vatns?“ Móðirin: „Hann hefði leitað þar til hann hefði fundið það. Þessi þrjú ár, sem við vorum gift, gróðursetti hann tiu kirsiberjatré. (íhugar) Og hnetu- trén þrjú við mylluna, heila vínekru, og plöntu sem heitir júpíter, hún ber rauð blóm, en hún visnaði af þurrki.“ Þessi rótgróna sannfæring, um að menn og konur verði að vera frjó- söm, og að eiginmaðurinn sé herra konunar af því hann er sáðmaður lífsins, á sér mjög djúpar rætur. Auð- skildar ástæður halda lífi í þessari trú í sveitunum. Sona er þörf til að rækta jörðina og verja eignirnar. Á Spáni styrkist þetta lögmál af erfðum siða- reglum frá kvennabúrum Máranna. sem höfðu veruleg áhrif á hina evr- ópsku íbúa og héldu velli þó að Már- 275
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.