Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Síða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Síða 94
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR krefst hver grein bókmenntanna slíkrar þjálfunar og ögunar að það er á mjög fárra færi að iðka fleiri en eina samhliða með jafngóðum ár- angri, og það er varla á færi nokkurs manns, sem hefur þjálfað sig ára- tugum saman í einhverri bókmennta- grein, að venda á fullorðinsárum sínu kvæði í kross og byrja nýtt líf í nýrri list. Við erum svo heppin að Pasternak hefur sjálfur skýrt frá þeim ástæðum sem hafa knúið hann til að leggja 1 j óðlistina á hilluna og taka til við skáldsögugerð: Ljóð mín eru smámunir einir. Mér virð- ist að algjörlega ný öld sé að hefjast og að hún þróist hvern dag án þess að við vitum. r.. .1 Ljóð án samhengis sín á milli ern lítilvægt tæki til að hugleiða jafnstórkost- lega, flókna og nýstárlega hluti. Heimspeki og óbundið mál gera okkur ein unnt að færast það í fang. Þar af leiðir að það verk sem mér hefur hingað til heppnazt bezt er skáldsagan Sívagó lœknir. [.. .1 Ég blygð- ast mín við þá tilhugsun [...] að fyrstu rit mín hafa aflað mér óverðskúldaðrar frægð- ar, þó að síðustu verk mfn, sem eru ólíkt þýðingarmeiri, séu öllum ókunn.1 Lítillætið er að vísu ekki einkenni þessara orða, en um afstöðuna sem þau lýsa, afstöðu skálds sem tortrygg- ir skáldskapinn, er ekki nema gott eitt að segja í sjálfu sér; þó okkur beri að prófa hver árangur slíkrar tor- tryggni verður hverju sinni. Yfirlýsingin ber með sér í fyrsta 1 Ivitnað eftir Yves Berger í fyrrnefndu ri lagi einkennilega lítilsvirðingu Past- ernaks á lífsstarfi sínu, í öðru lagi að hann hyggur sig hafa með Sívagó lœkni brotið í blað og sagt skilið við sín gömlu tjáningarform oghugsunar- venjur. Nú væri fróðlegt að vita hvort Pasternak er einlægur í þessum líf- látsdómi um sín fyrri verk. Þeirri spurningu er því miður ekki hægt að svara hlutlægt; vel má vera að Paster- nak sé hér einlægur. En þessi sjálfs- gagnrýni er þá ein af mótsögnum hans, því eitthvert mest áberandi ein- kenni á skapferli hans er auðsjáan- lega framúrskarandi sjálfshyggja. — En sleppum því og snúum okkur um sinn að annarri spurningu: Hefur Pasternak í raun og veru hafið nýtt listrænt líf með Sívagó lœkni? Til að svara henni verðum við nú að athuga nánar innviðu þeirrar bókar. Philip Toynbee skilgreindi Sívagó lœkni í greininni sem vitnað var til áðan sem samsafn smábrota sem eng- in þróun eða stígandi tengi saman. Mér virðist einmitt að vanhæfni Past- ernaks til að gera skáldsögu sem sé annað en brot út um hvippinn og hvappinn megi skrifast á reikning ljóðskáldsins. Ég held að Sívagó lœknir sé skáldsaga eftir ljóðskáld sem hefur ekki tekizt að endurnýja sínar andlegu venjur svo sem með hefði þurft til að gera skil nýrri bók- menntagrein, heldur hefur að miklu leyti einfaldlega flutt ljóðtæknina yfir 284
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.