Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 100

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 100
TIMARIT MALS OG MENNINGAR millistettirnar rússnesku, þ. e. a. s. borgara- stéttin, greinilega snúið bakinu við þeirri rúttækni sem þær játuðu árið 1905, og fjar- lægzt hina leynilegu byltingarhreyfingu. I'ær sóttust nú eflir frjálslymlari keisara- stjórn. Menntamönnum úr liópi hægfara sósíalista og radikala hafði aukizt hugur við smávægilega linun einræðisins og töluðu nú um „reikningsskilin við tálvonir og að- ferðir ársins 1905“; bolsévikarnir voru þá þegar þeir einu sem héldu áfram byltingar- sinnuðu starfi. [...] Þannig var því hið al- menna hugarástand, sem Pasternak-Sívagó minnist árið 1917, þegar hann þráir „að snúa aftur til þessa andlega umhverfis, þeg- ar stríðinu væri lokið [ísl. þvðingin: nú þegar stríðinu var lokið], að sjá endurnýj- un þess og áframhaldandi sköpun ...“ (bls. 165). Jafnvel á þessum tíma, rétt fyrir bylt- inguna, og áður en liann getur hafa orðið fyrir neinum vonhrigðum er „tryggð" Sí- vagós við byltinguna aðeins forkláruð og upphafin eftirsjá eftir því Rússlandi sem var til fyrir byltinguna. [...] Ilarmakveinið út af sviknum loforðum hyltingarinnar er stutt röngum forsendum: byltingin hafði aldrei lofað að uppfylla óskir Pasternaks um að „snúa aftur“ til áranna 1912—1914, hvað þá heldur til 19. aldar. Ilann rökstyður ákæru sína með þeirri staðreynd að nóvemberbyltingin var ekki borgaraleg hylting, eða réttara sagt: að hún gerði sig ekki ánægða með hálfkáks- umbætur á hinni gömlu stjórnarskipan. Af öllum ákærum sem bornar hafa verið fram gegn bolsévismanum er þessi sú úreltasta. Þegar hún sá fyrst dagsins ljós í kringum 1921 var hún enn endurómur nýlegrar deilu. Árið 1958 hljómar hún í eyruin okkar sem dauðs manns rödd. Deutscher víkur síðan að saman- burðinum sem gerður liafði verið á Sívagó lœhii og Strírfi og friði, og kemst að þeirri niðurstöðu að sögu- legri þýðingu þessara verka verði ekki samanjafnað. Tolstoj fái persón- um sínum stað í miðju róti stórvið- burðanna, en Pasternak setji sínar innan um „skuggagróður og í stöðu- polla“. Drama áranna 1917—1921 var að minnsta kosti eins mikilfenglegt og ársins 1912, og hafði stórum þýðingarmeiri af- leiðingar. Þrátt fyrir það tekst Pasternak aldrei að láta okkur grilla í höfuðatburðina né höfuðpersónur þeirra. Það er ekki vegna þess eins að hann skortir gáfu epískrar frá- sagnar og sögulega meðvitund. Hann flýr söguna, á sama hátt og persónur hans eru sífellt á flótta undan plágu byltingarinnar. Þessu næst lýsir Deutscher því hvernig Júrí og fjölskylda hans verða varla vör við bardagana í Moskvu í nóvember 1917, þegar Júrí heldur sig innan dyra húss síns ásamt nokkrum vinum sínum. Á næstu síðu er okkur sagt að „það voru hin sögulegti stórmerki þessarar stundar sem fengu honum [: Sívagó] slíkrar geðs- hræringar, að hann þurfti góða stund til að jafna sig.“ Við verðum að taka höfundinn trúanlegan, því við höfum ekki séð merki neinna geðshræringa. Sívagó hefur ekki einu sinni reynt að sjá á milli gluggatjald- anna þennan alburð sem er slíkt „sögulegt stórmerki". Byltingin hefur aðeins aukið ringulreiðina í fjölskyldulífi hans og neytt hann til að hlusta á „þindarlausa rnælgi" vina sinna. Ilversu undarlegur skortur á listrænu skyni hjá höfundinum, og hvílíkur harnaskapur hugsanalífs hans! Eg get ekki stillt mig um að skjóta hér inn í að einmitt þetta atriði í bók 290
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.