Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 106

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 106
TIMARIT MALS OG MENNINGAR reyndar mjög rótgróin eðliseinkunn hjá Pasternak. Hún kemur t. d. í Ijós í Sjálfsœvisögukorni hans frá 1957. Þar er enn að ræða um hátíðleika byltingarinnar. En því miður þolir Sívagó (og Pasternak) hátíðleika og mælsku og mælgi þegar sögunni víkur að lians einkalífi og innra lífi og innanhússlífi, ef ég má komast þann- ig að orði. Hér er auðsjáanlega óbrú- anlegt bil: einhverjum kann sá hátíð- leiki að valda klígju, enda þótt þeim fyndist ræðumennska byltingarinnar 1917 (eða 1789) því réttlætanlegri rem hún studdist við stórkostlegri at- burði. Hvaða svar gætum við nú gefið við spurningunni sem við bárum fram: hvernig einlægni og sakleysi hetjunn- ar og höfundarins geti samræmzt tvö- feldninni? Ég hvgg að við verðum að skoða málin á víðari grundvelli til að geta svarað þeirri spurningu. Það ætti að vera orðið ljóst af dæinum þeim sem tilgreind hafa ve"- ið að afstaða Sívagós gagnvart bylt- ingunni er nákvæmlega sú afstaða sem borgarastéttin hefur alla tíð tek- ið gagnvarl öllum byltingum, þegar þær hafa gengið lengra en henni var hagkvæmt. Sívagó er hinn sígildi and- byltingarsinni. Rök hans gegn bylt- ingunni eru þau sömu sem notuð voru 1792, 1848, 1871. Það gæti að vísu virzt sérstaða Sívagós að hann er upphaflega hliðhollur byltingu, en í fyrsta lagi er það „mátuleg“ bylting sem hann óskar eftir, i öðru lagi ídeal- istisk bylting. Þá fer hann að nálgast hvern annan byltingarvinveittan miðlungsborgara sem snýst upp í grenjandi og blóðþyrstan skrílshatara óðar en skríllinn neyðir hann til að horfast í augu við raunveruleik bylt- ingar. Hinir mörgu göfuglvndu al- þýðuelskarar, sem urðu svo hræddir við Parísarkommúnuna að þeir gerð- ust á einum degi ákafari alþýðuætur en sjálfir herforingjarnir, eru ein- staklega lærdómsrikt dæmi upp á þetta. Það er nærsýni stéttar hans sem gerir að verkum að Sívagó er ekki annað Ijóst en hann sé göfugmenni og einlæg siðferðishetja. Sá sem fær eigingjörnu stéttarsiðferði altækt gildi gerir sér ekki ljóst að hann hef- ur tvöfaldan siðferðilegan mæli- kvarða, síngirni hans, sem hann kannast ekki við fyrir sjálfum sér, er slíkum manni náttúrleg: hann er „góður maður“; hræsni hans er hin borgaralega hræsni. Það er í sannleika sagt furðulegt að persóna sem hefur hlutlægt svo marga satíríska drælti skuli af höf- undi ællað hlutverk „dýrlings og píslarvottar” eins og Deutscher segir. Náttúrlega gæti sú spurning vaknað hvort höfundur ætli ekki mannlýsingu sinni að bera í sér ádeilu á persónuna. Ég hef leitað án árangurs að ótví- ræðum merkjum um slika ádeilu, en afstaða höfundar til persónunnar ger- 296
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.