Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 118
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þar sem nákvæmni vísindamanns er látin sitja í fyrirrúmi fyrir innblæstri skálds. Þýð'íngar
Magnúsar eru listræn sköpun á íslenskri túngu, þessvegna tókst honum að verða mesti
ljóðaþýðandi okkar á þessari iild. Að þýða ljóð er að endurskapa ljóð, ljóð sem ekki ber
persónulegan svip þýðandans er hlálegt fyrirbrigði. Þorsteinn er t. d. mjög móðgaður að
ég skuli hafa breytt vagni hjá Lorca í hest og hjólum í hófa, sannleikurinn er sá að mér
finnst hestur miklu skáldlegri í ljóðinu og einmitt mjög einkennandi fyrir Lorca. Og að
sjálfsögðu talar maður ekki um hjól á hesti, heldur hófa, það hefur ábyggilega ekki verið
bjólhestur sem skáldið ætlaði að fara á til Santiago, þótt Þorsteinn Þorsteinsson haldi
það. Við hliðina á þýðíngu minni á upphafi kvæðisins birtir Þorsteinn þýðíngu sína á
því. Ekki skal ég dæma hana, lesendur geta sjálfir borið þýðíngarnar saman og atbugað
bvor er skáldlegri. Mig grunar reyndar hver niðurstaðan verði. Islendíngar eru hleypi-
dómafullir gagnvart nútímaskáldskap, það bætir ekki ástandið þegar úngir menntamenn
sem ættu þó að hafa einhverja þekkíngu til að bera, vaða allt í einu fram í sviðljósin eins
og fáránlegustu trúðar sem eru orðnir svo gamlir og útslitnir að einginn getur framar
hlegið að þeim. Það eina sem menn gera hlýtur að vera að brosa góðlátlega. Þorsteinn
segir í ritsmíð sinni að það sé betra að vera óþekkt stórskáld en þekkt leirskáld. Ég vil
Ijúka þessum orðum með því að benda honum á að það er betra að vera óþekktur gáfu-
maður heldur en þekktur kjáni.
308