Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 119
Bréf
jrá þjáðþingi Norðurkóreu til þjóðþinga allra landa
r 't ,■■■■.
Timaritinu hefur borizt bréf frá þjóð-
þingi Norðnrkóreu sem beint er til
þingmanna um allan heim. Er þar fyrst bent
á þá staðreynd að 14 ár eru liðin frá því
landinu var skipt og sex ár frá því friður
var saminn eftir Kóreustríðið, en landinu
er ennþá haldið skiptu með óeðlilegasta
bætti sem stofnað getur að nýju friðnum í
hættu í Asíu.
„I fyrsta lagi,“ segir í bréfinu „var ekki
minnsta ástæða til að skipta landi voru og
þjóð í tvo hlula, norður- og suðurhluta.
Þúsundir ára hefur þjóð vor lifað í ein-
drægni á þessum skaga sem börn einnar og
sömu þjóðarfjölskyldu þar sem sama blóð-
ið hefur runnið í æðum frá fornum feðr-
um.“
„Hin óeðlilega skipting þessarar þjóðar-
beildar með jafn langa sögu að baki hindr-
ar að unnt sé að hagnvta svo sem efni
standa til náttúruauðæfi og efnahagsleg
skilyrði heggja landshluta í einu lagi eða
efla sameiginlega þróun og blómgun hinn-
ar þjóðlegu menningar landsins.
Sjjðustu fjórtán ýhi frá þ.ví landinu var
skipt hefur Suðurkórea verið gerð að mark-
aði fyrir offramleiðslu erlendra vara og
glatað eðli sínu sem land með sjálfstætt
atvinnulíf er fullnægi þörfum þegna sinna.
Innanlandsiðnaður liefur beðið almennt af-
hroð með þeim afleiðingum að verðmæti
stóriðnaðarframleiðslu hefur minnkað um
helming eftir að landið missti sjálfstæði;
sveitahéruðin liafa gengið algerlega úr sér
svo að Suðurkórea sem áður liafði korn til
útflutnings hefur breytzt í landsvæði þar
sem ríkir stöðug hungursneyð. Stjórnmála-
legt öngþveiti, sultur og örbirgð, niðurlæg-
ing og siðspilling grefur um sig í Suður-
kóreu og miljónir atvinnuleysingja og betl-
andi börn ráfa um stræti."
Síðan er lýst í hréfinu hvernig hið gagn-
stæða eigi sér stað í Norðurkóreu, þar sé
hraðari skriður á atvinnulegum fram-
kvæmdum en áður í sögu landsins, en
„vegna skiptingar landsins geti þjóðarhlut-
inn í Norðurkóreu ekki notið gleði af skap-
andi starfi sínu og ávöxtum þess og eiga að
vita af þjáningu bræðra sinna og systra í
suðurhliitanum".
„Vér lítum svo á að allir sem meta rétt-
læti og sannleika hljóti að sjá að það óeðli-
lega ástand sem skapað hefur verið í Kóreu
með skiptingu landsins beri alls ekki að
láta haldast lengur.“
Bent er á að her Syngmans Rees liafi frá
því friður var saminn aukizt úr 16 upp í 31
herfylki og að eftirlitsnefndirnar frá hlut-
lausu þjóðunum hafi allar verið flæmdar úr
landi, en atómvopn og eldflaugar séu flutt
frá Bandaríkjunum til Suðurkóreu og að
hæði hersveitir Siiðurkóreu og Bandaríkj-
anna liafi margsinnis æfingar með þessi
vopn við landamæri Norðurkóreu og ögr-
andi athafnir í frammi sem ógni friði í
þessum hluta heimsins.
„Að vorum dómi getur enginn neitað
þeirri staðreynd að auknar viðsjár í Kóreu
309