Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 7

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 7
SAGA VESTRÆNNAR ÍHLUTUNAR f KÍNA Kanton beittu franskir og brezkir her- menn vélbyssum gegn friðsömum borgurum á mótmælagöngu og strá- felldu þá. Nýtt og voldugt allsherjar- verkfall lamaði gjörsamlega allt at- vinnulíf í 16 mánuði í brezku nýlend- unni Hongkong. Þá var erlent herlið sent til Kína. Sjálfboðaliðasveitir voru sendar þangað af ýmsum lönd- um, eins og á dögum Tæping-bylting- arinnar. (Það gefur vísbendingu um eðli þeirra að þær tóku sér nafnið „Sjanghæ fasistar“.) Brezk herskip skutu á óvopnaða borgara í Wan- hsien 5. september 1926, og brezkir hermenn skutu á fjöldagöngu verk- fallsmanna í Hanká. En ofbeldisverkin urðu einungis til að efla þjóðfrelsishreyfinguna. Astandið var orðið svipað og á síð- ustu dögum keisaraveldisins 1911, og Vesturveldunum var ljóst að þau áttu aðeins um tvo kosti að velja til að bjarga sérréttindaaðstöðu sinni: að beita öllum herstyrk sínum og heyja skefjalausa gjöreyðingarstyrjöld, ell- egar beita fyrir sig nýjum leppi af sama sauðahúsi og Juan Shi-kæ (arf- taki keisarastjórnarinnar) til að tvístra byltingaröflunum. Bein hern- aðarárás var áhættusöm. Enginn gat vitað fyrirfram hver kostnaðurinn yrði eða hvaða árangur næðist. Vest- urveldin óttuðust að hún myndi ekki einungis leiða til allsherjar styrjaldar í Kína, heldur einnig byltingartil- rauna í öðrum nýlendum þeirra. Auk þess mátti búast við erfiðleikum heimafyrir vegna andstöðu verkalýðs og frjálslyndra afla (brezka stjórnin hafði nýlega orðið að kljást við alls- herjarverkfall, og hreyfingunni „Eng- in afskipti af Kína“ óx ásmegin í mörgum auðvaldsríkjum). Þessvegna völdu þau þann kostinn, sem áður hafði gefizt þeim svo vel: að beita slægð og nota herstyrkinn aðallega sem ógnun og hlífiskjöld þeirrar and- byltingarsinnuðu leppstjórnar er tak- ast mætti að koma á laggirnar. Athygli þeirra beindist fyrst og fremst að hægra armi Kuomintang- flokksins, og einkum að einum manni: Sjang Kæ-sjek. Við fall keis- arastjórnarinnar 1911 hafði þeim tekizt að kljúfa byltingaröflin með tilstyrk hægrisinna í forystu þessa sama flokks — borgara, sem óttuðust róttæka þróun byltingarinnar og vildu óðfúsir „semja“ til að bjarga sérhagsmunum sínum meðan tími vannst til. Nú reyndu þau þetta sama herbragð — og enn einu sinni gafst það vel: sagan endurtók sig. Fyrsta skrefið var að laða til sín svikarana. Valdbeitingunni var hætt í bili og látið í veðri vaka að „mála- miðlun“ kæmi til greina. Hið hálf- opinbera málgagn stjórnarvaldanna, Norður-Kína fréttablaðið, hætti t. d. snögglega að svívirða Sjang Kæ-sjek sem „rauðan glæpamann“ og hóf í þess stað að birta yfirlýsingar í þá átt, að „nýja ríkisstjórnin myndi eignast 165

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.