Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Blaðsíða 7
SAGA VESTRÆNNAR ÍHLUTUNAR f KÍNA Kanton beittu franskir og brezkir her- menn vélbyssum gegn friðsömum borgurum á mótmælagöngu og strá- felldu þá. Nýtt og voldugt allsherjar- verkfall lamaði gjörsamlega allt at- vinnulíf í 16 mánuði í brezku nýlend- unni Hongkong. Þá var erlent herlið sent til Kína. Sjálfboðaliðasveitir voru sendar þangað af ýmsum lönd- um, eins og á dögum Tæping-bylting- arinnar. (Það gefur vísbendingu um eðli þeirra að þær tóku sér nafnið „Sjanghæ fasistar“.) Brezk herskip skutu á óvopnaða borgara í Wan- hsien 5. september 1926, og brezkir hermenn skutu á fjöldagöngu verk- fallsmanna í Hanká. En ofbeldisverkin urðu einungis til að efla þjóðfrelsishreyfinguna. Astandið var orðið svipað og á síð- ustu dögum keisaraveldisins 1911, og Vesturveldunum var ljóst að þau áttu aðeins um tvo kosti að velja til að bjarga sérréttindaaðstöðu sinni: að beita öllum herstyrk sínum og heyja skefjalausa gjöreyðingarstyrjöld, ell- egar beita fyrir sig nýjum leppi af sama sauðahúsi og Juan Shi-kæ (arf- taki keisarastjórnarinnar) til að tvístra byltingaröflunum. Bein hern- aðarárás var áhættusöm. Enginn gat vitað fyrirfram hver kostnaðurinn yrði eða hvaða árangur næðist. Vest- urveldin óttuðust að hún myndi ekki einungis leiða til allsherjar styrjaldar í Kína, heldur einnig byltingartil- rauna í öðrum nýlendum þeirra. Auk þess mátti búast við erfiðleikum heimafyrir vegna andstöðu verkalýðs og frjálslyndra afla (brezka stjórnin hafði nýlega orðið að kljást við alls- herjarverkfall, og hreyfingunni „Eng- in afskipti af Kína“ óx ásmegin í mörgum auðvaldsríkjum). Þessvegna völdu þau þann kostinn, sem áður hafði gefizt þeim svo vel: að beita slægð og nota herstyrkinn aðallega sem ógnun og hlífiskjöld þeirrar and- byltingarsinnuðu leppstjórnar er tak- ast mætti að koma á laggirnar. Athygli þeirra beindist fyrst og fremst að hægra armi Kuomintang- flokksins, og einkum að einum manni: Sjang Kæ-sjek. Við fall keis- arastjórnarinnar 1911 hafði þeim tekizt að kljúfa byltingaröflin með tilstyrk hægrisinna í forystu þessa sama flokks — borgara, sem óttuðust róttæka þróun byltingarinnar og vildu óðfúsir „semja“ til að bjarga sérhagsmunum sínum meðan tími vannst til. Nú reyndu þau þetta sama herbragð — og enn einu sinni gafst það vel: sagan endurtók sig. Fyrsta skrefið var að laða til sín svikarana. Valdbeitingunni var hætt í bili og látið í veðri vaka að „mála- miðlun“ kæmi til greina. Hið hálf- opinbera málgagn stjórnarvaldanna, Norður-Kína fréttablaðið, hætti t. d. snögglega að svívirða Sjang Kæ-sjek sem „rauðan glæpamann“ og hóf í þess stað að birta yfirlýsingar í þá átt, að „nýja ríkisstjórnin myndi eignast 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.