Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 14
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Eitt er víst: Bandaríkjamenn voru ekki hræddari við yfirgang Japana en svo, að 1937 stórjuku þeir útflutning til þeirra á olíu, brotaj árni og öðrum varningi sem Japönum var lífsnauð- synlegur til hernaðarreksturs síns. Arið 1938 nam hernaðarhráefnið 67% af öllum útflutningi Bandaríkj- anna til Japans, og jókst upp í 70% á næsta ári. En sem áður segir gjörbreyttist við- horfið eftir Pearl Harbour-árásina. Bandaríkin höfðu þá ekki lengur hagnað af tvístruðu Kínaveldi. Leppn- um Sjang Kæ-sjek var ekki lengur ætlað það hlutverk að plægja akur bandaríska auðvaldsins í Kína, held- ur að sameina Jrjóðina til baráttu gegn japönsku svikurunum. Og nú opnuðust augu Bandaríkjamanna fyr- ir eðli þeirrar leppstjórnar sem þeir höfðu sjálfir komið á fót í Kína. Nú urðu þeir að horfast í augu við stað- reyndir verka sinna, og sjá: leppurinn Sjang var ekki aðeins ómerkilegur leppur sem einskis fylgis naut meðal kínversku þjóðarinnar, heldur einnig fasískur svikari sem reiðubúinn var að svíkja húsbændur sína í tryggðum hvenær sem færi gafst, — ef hann hefði hag af ])ví sjálfur. Og banda- risku erindrekarnir urðu svo skyggn- ir að þeir sáu jafnvel og viðurkenndu að kínversku kommúnistarnir hörð- ust í umboði allrar þjóðarinnar, að þeir voru „aflið sem óhj ákvæmilega hlýtur að sigra í Kína“, eins og segir í einni af skýrslum þeirra til Banda- ríkjastjórnar. Það er ekki úr vegi að birta nokkr- ar glefsur úr þessum skýrslum. Þær voru gerðar og sendar Bandaríkja- stjórn á árunum 1944—45, og gefa glögga hugmynd um gang mála í Kína á þessu tímabili. Höfundar þeirra verða varla sakaðir um hlutdrægni kommúnistum í hag. Glefsur úr skýrslum bandarísku utan- ríkisþjónustunnar, teknar úr bókinni „U. S. relations with China", útgefinni af Bandaríkiastjórn í ágúst 1949, bls. 556—574: 9. okt. 1944: „Frásagnir tveggja bandarískra liðsforingja, fjölmargra blaðamanna og tuttugu erlendra ferðamanna, af ástandinu í þeim héröðum Norður- Kína sem lúta stjórn kommúnista eru undarlega samhljóða. Þessi ein- drægni, sem byggð er á nákvæmum athugunum, er mjög þýðingarmikil. Hún knýr okkur til að viðurkenna ákveðnar staðreyndir og draga af þeim mikilvægar ályktanir. „Japönum hejur verið veitt öflug mótspynia“ (Allar leturbreytingar í skýrslunum eru Bandarísku utanríkis- þjónustunnar) „... Þessi andspyrna verður æ öflugri. Japanir geta um stundarsakir brotið hana á bak aftur á takmörkuðum svæðum með því að beita ofurefli liðs. En þeim tekst aldrei að hefja allsherjarsókn inn á 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.