Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 16
TIMARIT MALS OG MENNINGAR yfir Kína ... Generalissimóinn er að glata stuðningi þjóðarinnar .. . Sið- ferðisástandið er bágborið . .. Von- leysið er hin ríkjandi tilfinning ... Það verður æ erfiðara fyrir ríkis- stjórnina að afla matvæla fyrir fjöl- mennan her sinn og embættislýð. Stjórnarfarið og herinn eru svo aug- ljóslega gegnum rotin af spillingu, of- an frá og niður úr, að slíks þekkjast engin dæmi ... Farg pólitískrar kúg- unar og eftirlits, sem hvílt hefur á há- skólaborgurum Iandsins árum saman, hefur rænt þá andlegum þrótti og þeirri forystu sem þeir eitt sinn höfðu. Reiði bænda vegna sífelldra her- kvaðninga, ranglátrar skattheimtu og annarra stjórnarráðstafana breiðist út og fer sívaxandi... „Kuomintangstjórnin hejur ekki einungis reynzt ófœr um að bægja hœtlunni frá, þvert á móti eykur hún vandann með pólitík sinni. En pólitík Kuomintang-stjórnarinnar andspænis dýrtíðarflóði og augljósum merkjum innri og ytri veikleika hlýtur að tákna pólitískt gjaldþrot . .. „Innávið miðast stefna leiðtoga Kuomintang fyrst og fremst við það, að viðhalda sínum eigin völdum. „Kuomintang heldur áfram að skella skolleyrum við sívaxandi kröf- um fólksins um lýðræðislegar umbæt- ur. Skrif generalissimósins og flokks- blaða hans bera því vitni, að hann hefur engan skilning á því hvað við er átt. Þingræðisfyrirkomulagið held- ur áfram að vera innantómt lof- orð. „Kuomintang sýnir engan lit á því að slaka á einræðisstjórn sinni, sem núverandi völd flokksins byggjast á. í stað þess að afnema eða fækka kúg- unartækjum lögregluríkisins heldur flokkurinn þvert á móti áfram að efla þau í örvæntingarfullri tilraun til að tryggja völd sín. „Á fjármálasviðinu er Kuomin- tang-stjórnin ófús að stíga nokkurt það skref til að stemma stigu við dýr- tíðarflóðinu, sem bitna myndi á stétt- um landeigenda og kapítalista. „Stjórnin ber beinlínis ábyrgð á hinni síauknu spillingu meðal em- bættismannanna, sem aftur er megin- orsök þess að allar tilraunir til að koma fjárhag ríkisins í lag renna út í sandinn. Hún aðhefst ekkert til að sporna við stórgróðabraski, auðsöfn- un og fjárglæfrum — enda koma þar við sögu menn sem ýmist eru valda- miklir í flokknum eða hafa við hann náið samband ... „Stjórnin lætur undir höfuð leggj- ast ... að hafa eftirlit með fram- leiðslu og sölu á munaðarvarningi, sem oft kemur frá japönsku yfirráða- svæðunum. Hún lætur sig litlu skipta þótt fjandmönnunum sé að mestu greitt fyrir þessar vörur með hernað- arlega mikilvægum varningi ... Hún heldur áfram að ausa stórfé úr stjórn- arhirzlunum í iðjulausan og þarflaus- an bitlingalýð flokksins. \ 174

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.