Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 47

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 47
DOMSMALAHAÐHERRANN SEFUR jónmundur: — Greinilega. Hann sker hrúta eftir nótum. Þögn. Þeir hlusta báðir. Kýrín baular. skeleggur, við Jónmund: — Við tökum boðinu. jónmundur: — Já, við tökum boðinu. Loki hejur gengið jram hœgra mcgin. Hann sýpur á glasinu. SKELEGGUR, við Loka: — Við tökum boðinu. LOKI, kemur til móts við hann: — Hvar er þá klárinn ? SKELEGGUR, réttir honum höndina: — Hér er hönd mín. Þeir takast í hendur. loki: — Mundi hann geta verið skjóttur? SKELEGGUR, snýr til Jónmundar: — Við höfum enga tryggingu. Þeir ganga inn sviðið vinstra megin. jónmundur: — Hann verður fyrst að yrkja. Loki hejur lagt glasið á ritvélarborðið. LOKI, slœr gítarinn: — Lucky strike. Hann gengur til vinstri. skeleggur, við Jónmund: — Mér detta í hug fornskáldin íslenzku. Þeir ganga til hœgrí. Niður úr lojtinu hejur sigið spjald sem á er letrað: LUCKY STRIKE. loki, syngur: Við skulum ætíð geta góðs til Guðs í hæðum. Hann kann mæðu allri eyða, auman fram til sigurs leiða. jónmundur, við Skelegg: — Mér hefur skjátlazt. skeleggur: — Hann er þá ekki vitlaus? jÓnmundur: — Upp með bambusstöngina! LOKI, syngur: Mótgangsélið geisar grimmt og glepur duginn. En lúttu höfði! láttu nægja að Lausnarinn mun því skjótt frá bægja. jÓnmundur, við Skelegg: — Hringdu eins og skot! skeleggur: — Ut? Hann leggur frá sér glasið. JÓNMUNDUR: — Nei, upp! Upp! Fluguna á öngulinn, maður. Skeleggur hríngir. loki, syngur: I firði Skutuls skrollir ljós á skildi Trega. Er í bígerð unaðsdagur? Uggurinn er þinn Vantrúnaður. skeleggur, leggur tólið á: — So! jónmundur: — Kemur hún? Spjaldið er dregið upp. 205

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.