Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 70
Erlend tímarit VESTURÞÝZKT RÉTTARFAR OG NAZISTAR ImaÍhefti tímaritsins/ej Temps modernes er athyglisverð grein eftir Heinz Abosch um réttarfarið í Vestur-Þýzkalandi og naz- ista. Höfundurinn minnist í upphafi máls síns á Eichmannréttarhöldin: hvernig Jjau hafa skyndilega vakið áhuga vesturþýzkra dómstóla á ýmsum SS-höfðingjum sem til skamms tíma lifðu í góðu gengi og óáreittir af ákæruvaldinu. Ennfremur skýrir hann frá þeim vandræðum sem upplýsingar Eich- manns um Globke, einn nánasta samstarfs- mann Adenauers, kynnu að valda vestur- þýzku stjóminni, en Globke var, áður en hann gerðist kristilegur lýðræðisvinur, starfsmaður í innanríkisráðuneyti nazista og einn af höfundum kynþáttalöggjafarinn- ar frægu sem kennd er við Niirnberg. — Eftir þennan inngang segir höfundur: Það er auðvelt að skilja gremjuna, kvíð- ann og skelfinguna sem hefur heltekið Bonn: Bonnstjómin hefur verið að reyna að ávinna sér lýðræðislegt mannorð til af- nota handa Atlantshafsbandalaginu, og nú er hætta á að allir veikleikar lýðræðis henn- ar komi fram í miskunnarlaust dagsljósið. Vestur-Þýzkaland hefur leitazt við að kaupa sér „lýðræðislegt“ orð við hinu lægsta verði. Stjómendurnir hugðu að ekki gerðist þörf á að uppræta nazismann í raun, heldur væri nægjanlegt að lýsa yfir því að hann væri upprættur. Þegar vesturþýzka ríkið var stofnað 1949 var því baráttan gegn nazistum ekki fyrsta atriðið á stefnuskrá þess, heldur baráttan gegn kommúnisma. Að vísu var sagt að nauðsynlegt væri að verjast öfga- stefnum bæði til vinstri og hægri. En bar- áttuna gegn hægriöfgum skorti alla sann- færingu, og eftir því sem lengra leið gerðist sá skortur augljósari. Óðar en Adenauer hafði verið kjörinn kanzlari gerði hann lýð- um ljósar þær höfuðreglur sem við ætti að styðjast í þessum efnum (15. sept. 1949): „Þeim sem eru í raun og sannleika ábyrgir fyrir þeim glæpum sem framdir vom í valdatíð nazismans ber að hegna án misk- unnar. En að öðm leyti eigum við að hætta að skipta Þjóðverjum í tvo flokka: þá sem eru pólitískt vammlausir og hina. Þessi greining á að hverfa fljótlega. Stríðið og öngþveitið eftir stríðið hafa haft í för með sér svo erfiðar þrautir og slíkar freistingar, að það verður að auðsýna umburðarlyndi gagnvart sumum hrösunum." (P. Weymar: Konrad Adenauer, Miinchen 1955, bls. 450 -451.) Þessi orð eru merkileg því þau sýna vilj- ann til að vera „umburðarlyndur", til að útmá greinarmuninn á nazistum og andnaz- istum. 011 stjórnarstefna Adenauers hefur beinzt ákveðið að þessu marki. „Viljinn" til að „hegna án miskunnar" glæpamönnum Þriðja ríkisins hefur verið dauður bókstaf- ur, efni í hátíðaræður sem gegnt hafa því hlutverki að dylja gagnstæða stjórnar- stefnu ... Skýring þess að tíu ár vom látin líða án þess að hreyft væri við vandamáli nazism- ans — (fyrstu stórmálaferlin gegn SS-böðl- um áttu sér stað 1958) — felst auðvitað { 228

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.