Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 79
UMSAGNIR UM BÆKUR trúhræddri samtíð og prestsjúkri", eins og Þorsteinn Þ. Þorsteinsson lýsir m. a. trúar- lífi Vestur-íslendinga í riti sínu Vestmönn- um. En um baráttuna gegn því, að svo yrði veitir ritgerð Óskars nokkrar upplýsingar. í VI. kafla ræðir Óskar um efnivið þann, sem Stephan notaði í kvæðaflokk sinn og áhrif frá öðrum höfundum. Efnisatriði þau, sem þar eru dregin saman, orka mjög til skilnings á kvæðinu. Þó hefði mér fundizt æskilegra, að Óskar hefði í þessum kafla jafnframt dregið upp heillegri mynd af amerísku þjóðlífi, eins og það var um þess- ar mundir. Hefði það án efa skerpt skiln- ing okkar á kvæðinu og höfundi þess. En máski hefði slíkt um of raskað hlutföllum ritgerðarinnar. Af þeim, sem Óskar telur að haft hafi áhrif á Stephan, finnst mér Felix Adler og rit hans einna gimilegast til fróðleiks. Mér skilst, að samanburður á þeim sé í raun- inni efni í heila ritgerð. Kolbeinslag, sem Sigurður V. Friðþjófs- son ritar um, er við fyrstu kynni ekki eins alþýðlegt og auðskilið kvæði og Á ferð og flugi. Það er harðara og hnökróttara. En í rauninni færist Stephan þar enn meira í fang — yrkisefnið er stórbrotnara. í því gengur Stephan í gervi Kolbeins Grímsson- ar Jöklaraskálds á hólm við „Höfðinga þessa heims“ (en ekki jafnframt annars eins og í fyrirmyndinni) og fer með sigur af þeim fundi. Sigurður skiptir ritgerð sinni einnig í níu kafla eins og Óskar. í I. kafla gerir hann nokkra grein fyrir ævi- og skáldferli Step- hans. í II. kafla reynir hann að draga upp mynd af Kolbeini Jöklaraskáldi úr þeim fá- tæklegu heimildum, sem um hann em til. í III. kafla rekur hann þjóðsögurnar um Kol- bein og reynir að ráða fram úr því, hverjar af þeim Stephan hafi þekkt og notað. Fjórði kafli nefnist efnisútdráttur og samanburður heimildanna og kvæðisins. Fimmti kaflinn nefnist Kjami kvæðisins, og er hann jafn- framt kjarni ritgerðarinnar. Þar gerir Sig- urður grein fyrir boðskap kvæðisins, lýsir því, hvemig Stephan lyftir hinni frumstæðu þjóðsögu í æðra veldi. Stephani finnst „of smálegt" að láta fjandann kveðast á við Kolbein til að ná í sál hans, eins og hann er látinn gera í þjóðsögunni. í kvæðinu er teflt um „örlög íslenzku þjóðarinnar í heild“. Kölski, sem Stephan kallar „Höfð- ingja þessa heims", er fulltrúi niðurrifsafl- anna, en Kolbeinn þeirra, er varðveita það, sem áunnizt hefur á umliðnum öldum, en leitast jafnframt við að þoka menningunni lengra áleiðis. Síðan segir Sigurður orðrétt: „Er það óneitanlega miklu stórbrotnara við- fangsefni og skáldlegra. Sýnir þessi breyt- ing glöggt, hve yrkisefnið vex í meðförum Stephans, þegar honum tekst vel upp. Af næmum skilningi sfnum og staðgóðri þekk- ingu á þjóðareðlinu, málinu og skáldskapn- um, finnur Stephan, að vísasti vegurinn til að tortíma íslenzku þjóðinni, og raunar öll- um þjóðum, er að spilla málfarinu, tung- unni. Glati einhver þjóð máli 6Ínu, missir hún um leið bókmenntaarfleifð sína, týnir hluta af sjálfri sér. Þegar svo er komið, er skammt til algerrar glötunar, til mál- og hugsunarleysis, til skrílmennsku. Þetta er það hlutskipti, sem Kölski vill búa íslenzku þjóðinni, en þröskuldar eru á veginum, þar sem alþýðuskáldin eru. Á meðan þeirra nýtur við, svo lengi sem kvæði þeirra berast manna á meðal og lifa á vör- um fólksins, er málinu ekki hætta búin af utanaðkomandi áhrifum, og sú þjóð, sem enn kann að meta kvæði og sögur, er ekki gengin skrílmennsku á vald. Kölski veit, að fái hann ekki rutt alþýðuskáldunum úr vegi, er erfiði hans unnið fyrir gýg. Þess vegna snýr hann sér að Kolbeini, sem er einn helzti fulltrúi þeirra." (Bls. 150.) Það er einnig táknrænt um það, hvemig yrkisefnið vex í meðförum Stephans, að 237

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.