Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 90
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ekki heim í persónunni allt þetta, sem bræð-
urnir segja um afl föður síns og er þar
varla við Brynjólf sjálfan að sakast. Onnur
hlutverk voru veigaminni og skila sér yfir-
leitt illa, enda mundu þau að miklu byggj-
ast á mállýzkum á frummálinu. Þetta verk
ætti að gefa leikurum það sem þeir kalla
tækifæri og verður ekki sagt, að Helgi
Skúlason hafi fullnýtt ])au, ef til hans má
rekja túlkunarmáta leikaranna. Sýningin
hefur líklega haft sterk áhrif á marga áhorf-
endur meðan á henni stóð, en ólíklegt að
mikið sitji eftir þegar frá líður. Þannig
stendur verkið engan veginn undir þeim
umsögnum, sem út gengu frá Leikfélaginu
um það bil sem sýningar hófust.
Loks er svo nýafstaðin frumsýning á leik-
ritinun Hvað er sannleikur? (Dangerous
Comer) eftir J. B. Priestley. Það er var-
legra að taka dulhyggju Priestleys ekki of
hátíðlega. Hann getur verið til með að taka
upp vafasamar kenningar um tíma, stjömu-
speki, spíritisma, yfirleitt allt það, sem
veitir honum tækifæri til að komast að
fólki með skoðanir sínar. Og kenning um
klofning tímans veitir færi á að semja leik-
rit þar sem farið er undir fágað yfirborð dá-
lítils hóps af ríku millistéttarfólki, það lát-
ið segja sannleikann um sjálft sig, bera sinn
óhugnanlega innra mann, fleygja frá sér
þessari marglofuðu lífshlekkingu — bregða
svo upp rauðu hættumerki sjálfsmorðsins
og láta allt byrja uppá nýtt; sama stofan,
sömu orðin, sama fágaða yfirborðið, nema
nú er stýrt hjá boðanum í samtalinu og allt
er í bezta lagi — nema hvað? Yfirgefum við
leikhúsið ofuriítið sannfærðari um, að ekki
sé allt sem sýnist hér og hvar? Er Priestley
ekki dálítið útundir sig þegar hann bregð-
ur yfir sig þessum dulhyggjukenningum,
sem yfirstéttirnar hafa verið að innprenta
fólki? A. m. k. er hann bæði alþýðlegur og
vinsæll höfundur.
Helga Bachmann varð ein til þess að
komast klakklaust frá meiriháttar hlutverki.
Túlkun hennar á Friedu var gegnumheil og
laus við þann bægslagang og yfirleik, sem
svo þráfaldlega skaut upp kollinum á þess-
ari sýningu. Hér stendur manneskja, sem
hefur elskað og misst og hún kvelst, það er
augljóst mál, engin þörf að æpa.
Helgi Skúlason gerir margt vel í hlut-
verki Roberts, einkum er þögull leikur hans
oft góður. Heildarskilningurinn á persón-
unni virðist þó vera nokkuð einhliða. Á
hann að vera þessi fyrirmyndar og dugnað-
armaður eða er þetta hlutskipti, sem hópur-
inn hefur skipað honum í? Er blinda hans
bara einfeldni? Væri ekki nær að hugsa sér
hann með sömu skapgerðarbrestina og
Martin, hinn bróðurinn, skapgerðarbresti,
sem meina þeim báðum jafnt að horfast í
augu við veruleikann, þó umhverfið setji
annan í hlutverk heiðurs-og-dugnaðar-
mannsins en hinn í hlutverk hins gáfaða
heimsmanns, konan geti elskað annan en
verið gift hinum. I ölæðisatriðinu yrði
meira af sjálfsvorkunn en minna af óskil-
greindri tilfinningasemi, sem æpt er yfir
salinn. Þá mundu áhorfendur fremur trúa
því að Robert Caplan ætli að fara að skjóta
sig.
Svipaður er misskilningurinn á Olwen,
sem leikin er af Sigríði Hagalín, persón-
unni er líkt og fórnað fyrir yfirborðslega
terroreffekta í frásögunni af slysinu. Á hún
ekki fremur að vera persónan, sem búin er
að gera allt upp við sig? Og mætti því
flytja frásögnina sem tempraðast. Líkasttil
má skrifa þessa misbresti á reikning leik-
stjórans, yfirleikurinn er það sem spillir
þessari sýningu, og hann virðist verða til í
vandræðum þegar persónugreiningin er
ekki nógu ljós. Meir hefði leikstjórinn líka
getað hjálpað Birgi Brynjólfssyni, sem
einnig yfirleikur og Guðmundi Pálssyni,
sem kemst í hreinar ógöngur með Stanton
hvenær sem átök verða, geðbrigði leikar-
80