Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 95
UMSAGNIR UM BÆKUR bók, sem ekki er hægt að sleppa fyrr en lokið er. Bókin er prýdd ágætum myndum frá Kaupmannahöfn og allur frágangur hennar er slíkur, að fátítt er hér á landi. Þegar ég lauk við bókina datt mér í hug, hvort Dönum mundi ekki þykja hún for- vitnileg. Að minni hyggju er þetta ein af fáum bókum íslenzkum, sem eiga erindi til Dana. Hvemig væri að láta þýða hana á dönsku? Sverrir Kristjánsson. Ólafur Hansson: Mannkynið I. Frumstæðar þjóðir Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1961. Skömmu fyrir jól kom út bók eftir Ólaf Hansson sagnfræðing og nefnist Mann- kynið, undirtitill Frumstæðar þjóðir. Er hér um að ræða fyrri hluta 13. bindis í bókaflokki Menningarsjóðs, Lönd og lýðir. Fjallar þetta bindi um frumstæðar þjóðir almennt og þykist ég vita, að síðara bindi lýsi nánar sérstökum þjóðum. Ólafur Hansson vinnur mikið þarfaverk með því að fræða íslenzka lesendur um frumstæðar þjóðir. Lítið sem ekkert hefur verið gefið út um slík efni á íslandi til þessa. Vart mun þó Islendinga skorta áhuga á slíku lesmáli. Allt frá því Snorri lætur Eystein konung tala með vanþóknun um það athæfi bróður síns, „að drepa Blámenn fyrir fjandanum" hefur reyfarakenndum hugmyndum um þessar fjarlægu þjóðir skotið upp í þjóðsögum og ævintýrum. Ekki hafa íslendingar heldur farið algjörlega varhluta af hroka Evrópubúans gagnvart öðrum þjóðflokkum. Er orðið Skrælingjar ljós vottur þess. Um bók Ólafs er skemmst frá að segja, að þar er að finna geysimikinn fróðleik. Ólafur kemur strax að kjarna hvers máls og er blessunarlega laus við allar málaleng- ingar og útúrdúra. Víðtækri þekkingu og nákvæmum vinnubrögðum höfundar þarf ekki að lýsa. Þó sakna ég þess, að ekki skuli fylgja heimildaskrá, en úr því bætir Ólafur vafalaust í síðara bindi. Þá fæ ég ekki varizt þeirri tilhugsun, að Ólafur leggi full mikla áherzlu á það, hve órökrænn sé hugsunarháttur frumstæðra þjóða. Um þetta deila fræðimenn enn í dag. Levy- Bruhl, einn aðalhöfundur félagsfræðiskól- ans franska, hélt því fram, að til væri sér- stakur „frumstæður hugsunarháttur", sem ekki gerði greinarmun á eðlisóskyldum fyr- irbrigðum. Hann hvarf þó frá þessari kenn- ingu síðar. Sönnu næst mun það, að á eig- in þekkingarsviði hugsi villimaðurinn oft- ast nær rökrétt, en gripi til „dulrænna" skýringa þegar mörkin þrýtur. Er það í raun réttri ekki annað en það, sem allur fjöldi fólks með menningarþjóðum gerir. En það skilur á milli, að þekkingarsviðið er hér miklu stærra. Vísindaleg mannfræði er enn ung að ár- um og hefur samt mikið áunnizt. Vinnu- brögð mannfræðingsins eru nú betri og traustari en áður tíðkaðist, og örugg þekk- ing á frumstæðum þjóðum hefur margfald- azt. Þó er fjarri því, að mannfræðingum beri saman um markmið og leiðir fræða sinna. Segja má, að tvær séu meginstefnur innan mannfræðinnar í dag. Söguleg mannfræði fæst einkum við samanburð og þróun og ræður sú stefna ríkjum í Þýzkalandi, Mið- Evrópu og mestum hluta Skandinavíu. Hin stefnan hefur orðið fyrir sterkum áhrifum frá félagsfræði nútímans, og gætir hennar einkum í Englandi, Bandaríkjunum og Frakklandi. Fylgismenn þessa skóla leggja mikla áherzlu á það, að þjóðfélag og menn- ingu beri að skoða sem starfandi heild. Til skilnings á þjóðfélaginu telja þeir heilla- 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.