Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 97

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 97
UMSAGNIR UM BÆKUR Það sýnist raunalegt að láta óspillta, ein- angraða og varnarlausa þjóð bera hluta af byrði okkar eigin órólega anda. Fyrir trú- boðið er að sönnu engin önnur stefna mögu- leg: Fylgjendur þess bera með sér köllun, sem þeir telja öllu æðri, og gildi þeirrar köllunar taka þeir utan við svið venjulegr- ar reynslu. Þeir trúa því, að þegar til lengd- ar lætur séu þjóðfélög eins og Tikopia bet- ur sett með því að taka upp trúarform, sið- gæði og lifnaðarháttu, sem öllu séu æðri og allar fómir verðskuldi — hverjir svo sem byrjunarörðugleikar kunni að vera. En sé þessi fasti púnktur í mælikvarða mannlegra gilda ekki viðurkenndur, hvaða réttlæting finnst þá fyrir þessari stöðugu ásókn til að brjóta niður siði þjóðar, sem það eitt hefur til saka unnið, að guðir hennar eru aðrir en okkar?“ (We, The Tikopia, London 1954, Bls. 49—50). Þó hér hafi verið farið með friðsemd, er þó hitt öllu algengara. Ótaldar eru þær þjóðir, sem hvítir menn hafa gereytt. Kom fyrir lítið þó innfæddir snérust til varnar, þegar móti voru byssur og sverð. Eitt rauna- legasta dæmið um morðæði hvíta kynstofns- ins eru örlög Tasmaníubúa. Ólafur segir réttilega, að þeim hafi verið algjörlega út- rýmt á 19. öld. Með því að slíkur fróðleik- ur snertir lítt almenna lesendur skal hér til- fært lítið dæmi þess, hvemig farið var að: Hópur innfæddra sat í friði og ró kringum bálið, þegar sveit hvítra manna kom þeim að óvörum. Einn þeirra lýsir svo viðureign- inni: „Hinir særðu voru drepnir, börnum kastað á eldinn, byssustingurinn rekinn gegnum skjálfandi holdið. Áður en morg- unn rann var eldstæðið, sem þeir höfðu safnazt um, orðið grafreitur þeirra." (Mur- dock: Out Primitive Contemporaries, N. Y. 1949). Þannig lýsir þessi fulltrúi kristinnar, evrópskrar þjóðar viðskiptunum við þjóð, sem stóð á svo lágu stigi hvað tækni snerti, að útrýming hennar jafngildir því að myrða böm. Þegar við lesum svo í framhjá- hlaupi um hvíta menn, sem skutu niður vanfærar konur og ólu hunda sína á holdi innfæddra, getur svo farið, að okkur aukist nokkur skilningur á fyrirbrigðum eins og Mau Mau í Kenya. Sem betur fer eru þó bjartari hliðar á viðskiptum Evrópumanna við frumstæðar þjóðir og em það einkum vaxandi tækni og aukin lífsþægindi. Sjálfsvitund þeirra hef- ur mjög glæðzt á síðustu árum og bók Ól- afs endar á þessum orðum: „Að minnsta kosti er sá tími áreiðanlega liðinn, að hvít- ir menn geti farið með hinar lituðu þjóðir að vild sinni.“ Munu flestir sammála því, að það sé vel farið. Ýmislegt fleira væri gaman að ræða nán- ar í sambandi við þetta rit, en hér skal lát- ið staðar numið. Ólafur hefur sem fyrr segir unnið hér mikið þarfaverk, og verður framhaldsins vonandi ekki langt að bíða. Jón Thór Haráldsson. Thor Vilhfálmsson: Svipir dagsins, og nótt Helgafell. Reykjavík 1961. c minnist þess ekki að þessarar bókar hafi verið að neinu getið í þeim fagur- fræðilegu leiðarvísum, sem blöðin birta í jólaönnunum, og er þetta þó jólabók, svo sem allar aðrar bækur, sem nú eru prentað- ar á íslandi. Kannski stafar þetta af gleymsku, kannski af öðrum og duldari á- stæðum, en leitt er, þegar góð bók hverfur í hávaða og rykmekki verzlunarmannahá- tíðarinnar í sama mund og hisminu er hampað og prangað út á meðal þjóðar, sem að vísu er talin bókelsk, en er ekki að sama 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.