Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 102
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR okkar sjálfra. En þó að fyrrialda sögufólk Kiljans verði nútímamönnum svo nærtæk sjálfsdæmi, tekst þessum höfundi ætíð að gæða skáldsögur sínar „réttum“ aldarblæ svo að með ólíkindum er, hann rýfur hvergi þá hulu sögunnar sem hann bregður yfir verk sín af mikilli snilld. Þannig haldast í hendur söguleg fjarlægð og persónuleg nálægð í bókum hans. Svo tvíleikinn galdur er ekki á færi nema snillinga enda fatast þar Guðmundi Daní- elssyni tökin. Hann kemst aldrei í persónu- lega nálægð við viðfangsefni sitt, skáldsaga hans er ekki annað en útfærsla á Völsunga- sögu og flytur okkur ekki nær söguhetjunni og þá ekki nær okkur sjálfum. Á sama hátt skortir þá sögulegu fjarlægð sem áður er getið, forneskjuskotið orðalag nægir ekki til að lyfta tjaldi sögunnar og sýna okkur aftur í aldir. Sjálfur gefur Guðmundur tilefni til þessa óhagstæða samanburðar með stfl þeim er hann velur skáldsögunni. Stfllinn er bast- arður nútímamáls og fornmáls, ófrýnilegur grautur. Höfundur virðist ekki vita í hvorn fótinn hann á að stíga. Hvað eftir annað er lesandinn harkalega minntur á Gerplu, þess á milli er beitt nýtízkulegu málfari, ýmist dveljum við í heimi fornsagna, Gerplu eða raunsæisbókmennta nútímans. Þessi tví- skinnungur veldur því að stfllinn verður til- gerðarlegur og flatur á víxl þar sem honum er ætlað að verða hátíðlegur og ísmeygi- legur. Ég vel mér af handahófi eitt dæmi: „... hún var bundin honum (ÓSni) nú, heilagri vígslu, sem þó hlaut að verða leynd- armál hennar einnar, því að ekki leyfðist lienni það, mennskri konu, sem guðum ein- um er frfálst; hún mundi vafalaust verða sökuð um siðlaust hugarfar, ef hún reyndi að skýra öðrum frá reynslu sinni í nótt. Þá tar tungl nýkviknað yfir voginum norðaustur, þegar þetta bar til í skemmu Signýjar, og nú leið á enda tíð þess ný- mána að heilli kringlu og aftur til baka í sjálfa sig, unz aðeins stóð eftir eitt lítið bjúgsverð markað skínandi á ársal ncetur- innar dimmbláan, þá fara skyndilega að landi Völsungs þrjú skip Siggeirs konungs á Gautlandi með hvítar veifur við hún, og varpa akkerum í mynni fljótsins." Þessi stílgrautur er því átakanlegri sem sýnt er að Guðmundur Daníelsson ræður yfir nógu slyngum penna til að setja saman lýtalausa frásögn. Á bls. 194 er greint frá atburðum á óbrotinn en kröftugan hátt, þar er safi í greinargóðri frásögn, þar er Guð- mundur Daníelsson. Ef höfundur hefði lagt alla stund á að skrifa bókina í þeim stfl er þar og víðar birtist, þá hefði Sonur minn Sinfjötli ekki orðið slæm bók. En hann hefur reist sér hurðarás um öxl. Rithöfundi er nauðsynlegt að þekkja takmarkanir sínar og ekki síður eðli sitt. Um persónur skáldsögunnar er óþarfi að fjölyrða frekar, en þó get ég ekki annað en látið í ljós undrun mína á því hvað Sin- fjötli gegnir litlu hlutverki í sinni eigin sögu. Er þó f mikið ráðist og miklu hætt er sveinninn er búinn til, allar vonir við hann tengdar, að hann „varðveiti nú Völsungum veg Völsunga“. En hann verður utangarna við framkvæmd hefndarinnar og þá utan- garna í skáldsögunni, tvflráður og óluklcu- legur karakter án þess þó að verða neinn Hamlet. Upphaf og endalok Sinfjötla í skáldsögu Guðmundar minna óneitanlega á dæmisögu Esóps um f jallið er tók jóðsótt. Að ytri gerð er bókin öll hin veglegasta, nema hvað pappírinn minnir á broddgölt. Káputeikning er ágæt. Jökull Jákobsson. 92
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.