Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Side 82
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
staður — dimmar hálfreistar biggingar.
Það er leikið fíngert á Ijós og skugga —
skarpar andstæður og flöktandi ljós til að
túlka þá geðshræringu, sem stúlkan er í.
Flítir og fum fundar elskendanna, ljótleik-
ur þess sem gerist, og átti að vera svo fall-
egt.
Ógleimanlegt er atriðið, þegar sagt er frá
því, að hún hafi tekið inn eitur. En því
miður treisti ég mér ekki til að gefa ikkur
nokkra hugmind um það. Orð duga þar
skammt. Þar talar kvikmindin ein.
Lokaatriði mindarinnar er mjög sterkt —
átakanlegt liggur mér við að segja. Þau
hafa kvaðst — unglingar rétt um tvítugt,
ganga sitt í hvora áttina og ern svo pínulítil
á þessum breiða og volduga bakgrunni ní-
bi ggingahverfisins.
Og firir hugum okkar stendur hún lengi
lengi eftir: döpur stúlka, svo ung, svona
rétt að springa út — og segir með sannri
tilfinningu: „Ég kæri mig ekki um neina
ást.“
Já, það var deilt hart um þessa mind.
Kennslukonufélag sendi bréf og mótmælti
harðlega, þetta væri ligi og rógur um stétt-
ina, svona vondar kennslukonur væru ekki
til í Sovétríkjunum. Aðrir héldu því fram,
að mindin væri ifirleitt níð um iand og
þjóð. Ósköp áþekkur söngur og heirðist
hér sums staðar áður firr um verk Halldórs
Laxness. En snöggtum fleiri voru þó þær
raddir, sem fögnuðu mindinni: „Kjafts-
högg á smáborgaralegar tilhneigingar og
kreddumennsku." „Mindin minnir okkur
harkalega á, að það er fljótlegra að biggja
ní íbúðarhverfi, en uppræta gamla fordóma
og karakterheimsku, sem eitra sambúð
manna.“
Alan og Haúmov heita tveir leikstjórar,
sem vinna jafnan saman. Síðasta mind
þeirra heitir: „Frið firir þann, sem inn
gengur". Hún gerist á síðustu dögum
stríðsins. Bráðungur rússneskur liðsforingi
kemur á fremstu vígstöðvar beint úr her-
skólanum, fullur af glæstum draumum um
garpskap og hetjudáðir. Hann veit, að það
er hver síðastur að vinna frækileg afreks-
verk, því striðið er alveg að verða búið.
En veruleikinn á vígstöðvunum er annar en
í herskólanum og hann fær það hlutverk að
koma þískri stúlku, fanga á sjúkrahús.
Fanginn er nefnilega kominn á steipirinn
og það verður að koma henni strax undir
læknishendur. Mindin segir síðan af þess-
ari för, sem er mjög erfið og hættuleg. Allt
er í upplausn og kaosi, eiginlega ekki eftir
nema síðustu eftirhreitur stríðsins, skæru-
liðaflokkar og einstaka örvita stríðsmenn.
Þarna koma við sögu fjölmargar persónur
af ólíkum þjóðernum, sem allar keppast
um að greiða götu stúlkunnar á sjúkrahús-
ið. Síðasta spölinn ekur amerískur hermað-
ur. Þeir komast í tæka tíð og mindin endar
á því, að þeim nífædda er haldið hátt á loft
og hann sprænir ifir vopnahrúgu.
Um þessa mind var einnig deilt harka-
lega. Þetta er hreinn og ómengaður pasif-
ismi sögðu alvarlegustu óánægjuraddirnar.
Og þó við berjumst firir friði, er það allt
annað en að vera að reka áróður firir pasif-
isma á sama tíma og Vcstur-Þjóðverjar eru
að fá kjarnorkuvopn.
Og þó var öllu meira deilt um stíl mind-
arinnar. En það er erfitt að segja frá slík-
um deilum og ekki hvað síst, þar sem við
eigum ekkert tæknimál á íslensku.
Tarkovski heitir ungur maður, sem út-
skrifaðist úr kvikmindaskóla ríkisins í firra
og hafði gert prófmind, sem heitir „Valtari
og Fiðla“ um vináttu verkamanns, sem
vinnur á valtara og stráklings, sem spilar
á fiðlu — sérkennileg mind og hlaut mis-
jafna dóma og hreint ekki firstu einkunn í
skólanum. Næsta mind, sem hann gerði
heitir „Barnæska Ivans“ og hún fékk fyrstu
72