Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 85
UMSAGNIR UM BÆKUR gemlingshræi. Hvílíkt bölvað uppátæki í skáldinu! Og einn af ágætum bókmennta- mönnum okkar bregzt líka reiður við og hellir úr skálum reiði sinnar yfir þessa sögu og höfundinn og tekur svo sterkt til orða að segja að hún sé vitleysa og mann reki í „rogastanz að sjá slík endemi sem slíka sögu“. Nú hef ég reyndar enga löngun til að fara að bera hönd fyrir höfuð skáldsins né svara ritdómi Ólafs Jónssonar (Tímanum 23. des. sl.) sem mér virðist leggja sig flestum ungum mönnum betur fram til að meta skáldskap og vera sanngjarn í dóm- um. En ritdómur Ólafs varð þó til þess að ég fór að íhuga þessa sögu betur og geri hana hér að umtalsefni. Gat það verið að þessi saga sem mér hafði einmitt fundizt mest í lagt í bók Halldórs væri svona for- kastanleg? Ekki skal ég þó draga dul á að sagan hefur eins og áður er tekið fram margt á móti sér. Hún hefst í þessum gam- alkunna stfl á þorpslýsingu, gerist í út- kjálka sfldarplássi, segir af kaupmanns- hjónum og kaupmannsdóttur. Hann er valdsmaðurinn í plássinu, kaupmannsfrúin gömul vinnukona sem hefur unnið sig upp í þessa virðingarstöðu og vakir yfir henni og siðströngu uppeldi dóttur sinnar Jósa- betar, vill gera hana að fyrirmynd og hefja hana til virðingar, svo sem ekki er nýtt í skáldskap né veruleika. Og það kemur hinn frægi sumargestur í plássið, í augum allra listamaður og heillar frúna og dótturina, og það hendir hið gamalkunna slys að Jósa- bet verður ófrísk eftir hann, og kemst upp að þetta er alger ómerkingur, enginn lista- maður, og úrræðið er hin venjulega Hafn- arsigling til að forða kaupmannsheimilinu við hneyksli. Er það furða þó að Ólafur sé orðinn bæði hryggur og reiður yfir að Hall- dór skuli ekki geta reynt að vera neitt frum- legri? Og þar á ofan bætist svo þessi bræðraþáttur í sögunni og hryllingurinn með gemlinginn og dauðaslysið. Þvflík saga! En hyggjum þó betur að og látum þetta ekki fæla okkur strax frá henni. Það var svo sem ekki heldur neinn unaður að lesa um karlinn í Hernaðarsögu blinda manns- ins, sem var farinn að éta af sér lýsnar til að storka tengdadóttur sinni. En þó hefur sú saga hrósað sigri yfir tepruskapnum og orðið frægust af sögum Halldórs og víðkunn. Og Þáttur af Neshólabræðrum eftir Hagalín hlær ekki við neinum, en hvaða saga greypist fastar í minni? Ekki stundaði Grettir beinlínis þokkalegt athæfi framan af er hann m. a. risti hrygglengjuna af Kengálu, en hver gengur af hólmi í sögulok studdur dýpri samúð. Það skiptir sem sagt ekki öllu máli þó að komi fyrir ljót atvik í sögu og þarf ekki að vera neinn áfellisdómur, jafnvel síður en svo. Þessi sterku atvik sem menn hrökkva upp við geta einmitt orðið til að gera sögu því eft- irminnilegri eða koma ef til vill atburðum á þá hræringu sem gerir hana verulega sögulega. Auðvitað hefði Halldór Stefáns- son getað fundið smekklegri aðferð til að láta Isleif verða bróður sínum að bana, þó að höfundi fyndist ekki verða undan þeim örlögum flúið. Mig langar síður en svo að vera að taka svari þessa rotna gemlings eða hrollvekjandi óhappaverks. En lítum samt á hvað gerist í sögunni einmitt við þetta óhugnanlega atvik. Það hafði vissulega sín áhrif áður en kemur að lestri sögunnar. Það beinlínis umhverfði þorpinu gagnvart hinum ólánsama einstaklingi. Sagan sem fram undir þetta var hversdagsleg, venju- legur gangur í venjulegu þorpi, breyttist í harðþætta öriagasögu, ekki ísleifs eins, og banaslys Jóns verður til að spegla þorpið í nýju Ijósi og gegnlýsa þar hvem þann sem kemur við sögu. Og nú fer sagan verulega að grípa mann, og ísleifur, hin veiklynda hlédræga persóna, sem lesandinn hefur haft 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.