Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 89
UMSAGNIR UM BÆKUR
við upp á þurru landi, Karos eða Karon
sé dauðinn sjálfur, en Gorgó sé systir Aiex-
anders mikla, og viðbúið, að sumir þurfi að
lesa slíkt tvisvar, áður en þeir trúa.
Það er fagnaðarerindi, að griskar þjóð-
sögur skuli birtast í íslenzkum búningi,
enda hafa fleiri en einn þótzt finna skyld-
leika milli grísks og íslenzks. Þjóðirnar
hafa búið við svipuð skilyrði síðustu aldir
og hafa báðar sérstöðu meðal Evrópuþjóða,
náttúra beggja landanna ber líkan svip,
þótt grísk náttúra sé að vísu svásari og þær
vættir, er þar búa, yfirleitt blíðari á mann-
inn en íslenzk tröli og hrímþursar. Blær
málanna er heldur ekki óáþekkur, þau eiga
bæði langa þróun að baki sem bókmennta-
mál, eiga tæra hljómfegurð og fínleik í
byggingu og geta glampað sem eðalstein-
ar, ef vel er með farið. Ekki verður heldur
kvartað fyrir hönd þessara grísku sagna,
að þær hafi ekki hlotið íslenzkan búning
sér samboðinn, því þýðarinn, Friðrik Þórð-
arson, hefur léð þeim svo fagurt íslenzkt
mál, að unun er að lesa. Hér eru að vísu
ekki tök á að bera þýðinguna saman við
frumtexta, en ekki skal Friðrik rengdur um
það, að hann hafi farið nákvæmlega eftir
frumtextanum. Þeim mun meiri ástæða er
til að lofa, hve meistaralega honum hefur
tekizt að færa sögurnar í þann stíl íslenzk-
an, er þeim hæfir, og hefur hann þar notið
íslenzkra riddarasagna og æfintýra, en um
leið er stíllinn persónulegur, jafnan kím-
inn og hárbeittur. Virðist mér þýðara
hvergi bregðast bogalistin, en þó held ég,
að hann hefði frekar átt að reyna að hnoða
vísunum í Apollóníusarsögu saman sjálfur
en að fá annan til þess, (þótt sá sé hagorð-
ur), því það verða nokkur stílspjöll að —
og kemur illa á lesara að heyra kappadók-
íska kóngsdóttur taka til orða líkast því, að
þar hefji íslenzk flökkukind upp ráma
raust.
Það er þakkarvert, að íslenzkur háskóla-
kennari í Osló finni sig knúinn til að þýða
á móðurmál sitt sögur sem þessar og senda
út hingað á tíma, er vart virðast markaðs-
hæfar aðrar bækur en þær, sem hrópa má
um á torgum. Sökum þess, hve mikill ávinn-
ingur svo listrænar þýðingar eru íslenzk-
um bókmenntum og tungu, væri óskandi,
að Friðrik héldi áfram þessari iðju, þótt
hún sé ekki arðvænleg, því af nógu er að
taka, bæði í bókmenntum Grikkja sem og
í bókmenntum annarra þjóða.
Krístfán Árnason.
Guðmundur Böðvarsson:
Saltkorn í mold
Bláfellsútgáfan.
Reykjavík 1962.
SÁ má vera meiri drumburinn sem ekki
kemst í sérstakt hugarástand í kirkju-
garði. Einn kann að hryggjast yfir fallvalt-
leik lífsins, annar að gleðjast af tilhugsun
um hvíldina að loknu æviskeiði, þriðja
verður hugsað til þeirrar tilveru sem hann
trúir að bíði handan grafar og dauða,
fjórða verður lífið enn dýrmætara fyrir á-
minningu umhverfisins um óhjákvæmileg-
an endi þess. Viðbrögðin eru eins margvís-
leg og mennimir, en engan nema skyn-
skipting getur reitur dauðra látið ósnort-
inn.
Hughrifin í návist grafanna hafa orðið
mörgu skáldi að yrkisefni fyrr og síðar.
Þar hefur fæðzt stórfenglegur skáldskapur,
og má minna á ljóðin sem þeim urðu af
munni, Gray i sveitakirkjugarðinum, Val-
éry í kirkjugarðinum við hafið, Guttormi
yfir moldum landnemanna í Sandy Bar.
Sérstöðu í kirkjugarðsbókmenntum hef-
ur ljóðabálkur Edgars Lee Masters um
kirkjugarðinn í Skeiðarárþorpi, þar sem
79